Jeff Hornacek verður næsti þjálfari New York Knicks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 10:53 Jeff Hornacek. Vísir/Getty Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Jeff Hornacek, fyrrum leikmaður Utah og þjálfari Phoenix Suns, verði næsti þjálfari New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Bleacher Report sagði fyrst frá þessi en síðan hafa miðlar eins og ESPN fengið sömu upplýsingar frá sínum heimildarmönnum. Phil Jackson, forseti New York Knicks og framkvæmdastjórinn Steve Mills snæddu kvöldverð með Jeff Hornacek á steikhúsi í New York í gærkvöldi. Jackson vildi þó ekkert staðfesta neitt um ráðninguna í viðtali við New York Daily News. Það kemur nokkuð á óvart að Jeff Hornacek fái þetta starf því margir aðrir hafa verið orðaðir við starfið að undanförnu. Hann er allt annað en þekktur fyrir að nota uppáhaldssókn Phil Jackson sem er þríhyrningssóknin. Jeff Hornacek þjálfaði í NBA-deildinni í vetur en Phoenix Suns rak hann í febrúar eftir að liðið hafði tapað 19 af 21 leik og fjórtán leikjum í röð á útivelli. Phoenix Suns byrjaði vel undir stjórn Hornacek og vann 48 og 39 sigra á fyrstu tveimur tímabilunum. Liðið var hinsvegar aðeins búið að vinna 14 af 49 leikjum sínum þegar hann var látinn fara í vetur. Phil Jackson rak Derek Fisher í febrúar og Kurt Rambis tók við liðinu. Hann fær hinsvegar ekki að halda áfram með liðið en verður líklega áfram viðloðandi Knicks-liðið. Hornacek átti sjálfur flottan NBA-feril. Hann spilaði fyrstu sex árin með Phoenix Suns en fór síðan til Utah Jazz. Þar komst hann í lokaúrslitin tvö ár í röð, 1997 og 1998, en tapaði í bæði skiptin á móti Chicago Bulls. Phil Jackson þjálfaði einmitt Bulls-liðið á þeim tíma. Það hefur gengið illa hjá Phil Jackson að gera New York Knicks aftur að alvöru liði í NBA-deildinni síðan að hann settist í forsetastólinn. Það verður áfram mikil pressa á honum sem og nýja þjálfaranum að gera liðið aftur samkeppnishæft í deildinni. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Jeff Hornacek, fyrrum leikmaður Utah og þjálfari Phoenix Suns, verði næsti þjálfari New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Bleacher Report sagði fyrst frá þessi en síðan hafa miðlar eins og ESPN fengið sömu upplýsingar frá sínum heimildarmönnum. Phil Jackson, forseti New York Knicks og framkvæmdastjórinn Steve Mills snæddu kvöldverð með Jeff Hornacek á steikhúsi í New York í gærkvöldi. Jackson vildi þó ekkert staðfesta neitt um ráðninguna í viðtali við New York Daily News. Það kemur nokkuð á óvart að Jeff Hornacek fái þetta starf því margir aðrir hafa verið orðaðir við starfið að undanförnu. Hann er allt annað en þekktur fyrir að nota uppáhaldssókn Phil Jackson sem er þríhyrningssóknin. Jeff Hornacek þjálfaði í NBA-deildinni í vetur en Phoenix Suns rak hann í febrúar eftir að liðið hafði tapað 19 af 21 leik og fjórtán leikjum í röð á útivelli. Phoenix Suns byrjaði vel undir stjórn Hornacek og vann 48 og 39 sigra á fyrstu tveimur tímabilunum. Liðið var hinsvegar aðeins búið að vinna 14 af 49 leikjum sínum þegar hann var látinn fara í vetur. Phil Jackson rak Derek Fisher í febrúar og Kurt Rambis tók við liðinu. Hann fær hinsvegar ekki að halda áfram með liðið en verður líklega áfram viðloðandi Knicks-liðið. Hornacek átti sjálfur flottan NBA-feril. Hann spilaði fyrstu sex árin með Phoenix Suns en fór síðan til Utah Jazz. Þar komst hann í lokaúrslitin tvö ár í röð, 1997 og 1998, en tapaði í bæði skiptin á móti Chicago Bulls. Phil Jackson þjálfaði einmitt Bulls-liðið á þeim tíma. Það hefur gengið illa hjá Phil Jackson að gera New York Knicks aftur að alvöru liði í NBA-deildinni síðan að hann settist í forsetastólinn. Það verður áfram mikil pressa á honum sem og nýja þjálfaranum að gera liðið aftur samkeppnishæft í deildinni.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira