Curry með fimmtán stig á innan við tveimur mínútum í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 13:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru búnir að jafna einvígið sitt á móti Oklahoma City Thunder í 1-1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir öruggan 27 stiga heimasigur í nótt, 118-91. Golden State Warriors tapaði fyrsta leiknum frekar óvænt á heimavelli sínum en það var aldrei spurning um hvernig færi í nótt allavega ekki eftir að Stephen Curry sjóðhitnaði um miðjan þriðja leikhlutann. Stephen Curry skoraði nefnilega 15 af 28 stigum sínum, eða meira en helminginn, á innan við tveimur mínútum í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors liðið breytti stöðunni úr 64-57 í 79-59. Curry þurfti bara 15 skot til að skora þessi 28 stig en hann hitti meðal annars úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og öllum fimm vítunum. Stephen Curry setti niður þrjú þriggja stiga skot á þessum kafla og næstum því það fjórða en dómararnir dæmdu réttilega að hann hefði stigið á þriggja stiga línuna. Curry setti líka niður fjögur víti en það fyrsta kom eftir að Kevin Durant fékk á sig tæknivíti fyrir að mótmæla þegar hann fékk á sig villu fyrir að brjóta á Stephen Curry í þriggja siga skoti. Stephen Curry hitti úr tæknivítinu og setti síðan niður öll þrjú vítaskotin sem fylgdi á eftir. Þessi 118 sekúndna kafli fór 15-2 fyrir Golden State Warriors en Kevin Durant skoraði einu körfu Oklahoma City Thunder liðsins í þessari skotsýningu besta leikmanns deildarinnar. Baldur Beck lýsti leiknum í nótt á Stöð 2 Sport og í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessar mögnuðu tvær mínútur þegar Curry kom munum upp í 20 stig á augabragði. Baldur skrifaði aðeins um skotnýtingu Curry í pistli á NBA Ísland. „Það er gaman að vita til þess að nú er mikið af fólki að klifra upp á Curry-vagninn. Jón og Gunna úti á götu eru að svara áskorunum og láta sig hafa það að horfa á Curry spila körfubolta, þó það væli reyndar um svefnleysi restina af vikunni. NBA körfuboltinn - og sérstaklega Steph Curry og Golden State eiga brýnt erindi til allra Íslendinga. Við erum búin að fara yfir þetta allt saman áður," skrifaði Baldur og bætti við: „Þvílíkur munaður að vera með mann eins og Stephen Curry í liðinu sínu. Þú bara trekkir hann upp og hendir honum inná og hann breytir hnífjöfnum hörkuleik í blástur á tveimur mínútum!," skrifaði Baldur en það er hægt að lesa allan pistil hans hér. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru búnir að jafna einvígið sitt á móti Oklahoma City Thunder í 1-1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir öruggan 27 stiga heimasigur í nótt, 118-91. Golden State Warriors tapaði fyrsta leiknum frekar óvænt á heimavelli sínum en það var aldrei spurning um hvernig færi í nótt allavega ekki eftir að Stephen Curry sjóðhitnaði um miðjan þriðja leikhlutann. Stephen Curry skoraði nefnilega 15 af 28 stigum sínum, eða meira en helminginn, á innan við tveimur mínútum í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors liðið breytti stöðunni úr 64-57 í 79-59. Curry þurfti bara 15 skot til að skora þessi 28 stig en hann hitti meðal annars úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og öllum fimm vítunum. Stephen Curry setti niður þrjú þriggja stiga skot á þessum kafla og næstum því það fjórða en dómararnir dæmdu réttilega að hann hefði stigið á þriggja stiga línuna. Curry setti líka niður fjögur víti en það fyrsta kom eftir að Kevin Durant fékk á sig tæknivíti fyrir að mótmæla þegar hann fékk á sig villu fyrir að brjóta á Stephen Curry í þriggja siga skoti. Stephen Curry hitti úr tæknivítinu og setti síðan niður öll þrjú vítaskotin sem fylgdi á eftir. Þessi 118 sekúndna kafli fór 15-2 fyrir Golden State Warriors en Kevin Durant skoraði einu körfu Oklahoma City Thunder liðsins í þessari skotsýningu besta leikmanns deildarinnar. Baldur Beck lýsti leiknum í nótt á Stöð 2 Sport og í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessar mögnuðu tvær mínútur þegar Curry kom munum upp í 20 stig á augabragði. Baldur skrifaði aðeins um skotnýtingu Curry í pistli á NBA Ísland. „Það er gaman að vita til þess að nú er mikið af fólki að klifra upp á Curry-vagninn. Jón og Gunna úti á götu eru að svara áskorunum og láta sig hafa það að horfa á Curry spila körfubolta, þó það væli reyndar um svefnleysi restina af vikunni. NBA körfuboltinn - og sérstaklega Steph Curry og Golden State eiga brýnt erindi til allra Íslendinga. Við erum búin að fara yfir þetta allt saman áður," skrifaði Baldur og bætti við: „Þvílíkur munaður að vera með mann eins og Stephen Curry í liðinu sínu. Þú bara trekkir hann upp og hendir honum inná og hann breytir hnífjöfnum hörkuleik í blástur á tveimur mínútum!," skrifaði Baldur en það er hægt að lesa allan pistil hans hér.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira