Isavia „ekki stolt“ af upplifun farþega í fyrra Bjarki Ármannsson skrifar 18. maí 2016 11:39 Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af síðasta sumri, segir framkvæmdastjóri FLE. Vísir/Vilhelm/Pjetur Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af sumrinu í fyrra, þegar miklar tafir urðu á flugvellinum og álag á starfsfólk varð mjög mikið. Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, á morgunverðarfundi fyrirtækisins í morgun. „Við erum ekki stolt af þeirri upplifun sem farþegar lentu í síðastliðið sumar og höfum lært heilmargt af því,“ sagði Hlynur á fundinum. Fundurinn var meðal annars haldinn til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á flugvellinum í ár, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Fjöldi farþega sem komu til landsins í gegnum flugvöllinn í fyrra var mun meiri en búist var við og sagði Hlynur það stafa af því að sætanýting stærstu flugfélaga sem fljúga til landsins var töluvert betri en gert var ráð fyrir í farþegaspám.Miklar tafir urðu á flugvellinum síðastliðið sumar og álag á starfsfólk varð mjög mikið.Vísir/GVA„Það þýddi það að við upplifðum kannski tvö til þrjú hundruð manns á klukkutíma og við vorum kannski ekki nægilega vel búin undir það,“ sagði Hlynur. „Þetta var gífurlegt álagt á starfsfólk og alla innviði flugstöðvarinnar.“ Stjórn Isavia hefur samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Eftir framkvæmdirnar í ár verður Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar. Stærsta ferðamannasumarið frá upphafi er nú við það að ganga í garð og er búist við því að um 2,5 milljónir ferðamanna fari í gegnum flugvöllinn í sumar. Hlynur fór á fundinum yfir nokkur dæmi um fjárfestingar á vellinum hvað varðar þjálfun, búnað og stækkun en til að mynda verður sjálf flugstöðin um tíu þúsund fermetrum stærri í sumar en sumarið í fyrra. Tengdar fréttir Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13 Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af sumrinu í fyrra, þegar miklar tafir urðu á flugvellinum og álag á starfsfólk varð mjög mikið. Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, á morgunverðarfundi fyrirtækisins í morgun. „Við erum ekki stolt af þeirri upplifun sem farþegar lentu í síðastliðið sumar og höfum lært heilmargt af því,“ sagði Hlynur á fundinum. Fundurinn var meðal annars haldinn til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á flugvellinum í ár, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Fjöldi farþega sem komu til landsins í gegnum flugvöllinn í fyrra var mun meiri en búist var við og sagði Hlynur það stafa af því að sætanýting stærstu flugfélaga sem fljúga til landsins var töluvert betri en gert var ráð fyrir í farþegaspám.Miklar tafir urðu á flugvellinum síðastliðið sumar og álag á starfsfólk varð mjög mikið.Vísir/GVA„Það þýddi það að við upplifðum kannski tvö til þrjú hundruð manns á klukkutíma og við vorum kannski ekki nægilega vel búin undir það,“ sagði Hlynur. „Þetta var gífurlegt álagt á starfsfólk og alla innviði flugstöðvarinnar.“ Stjórn Isavia hefur samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Eftir framkvæmdirnar í ár verður Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar. Stærsta ferðamannasumarið frá upphafi er nú við það að ganga í garð og er búist við því að um 2,5 milljónir ferðamanna fari í gegnum flugvöllinn í sumar. Hlynur fór á fundinum yfir nokkur dæmi um fjárfestingar á vellinum hvað varðar þjálfun, búnað og stækkun en til að mynda verður sjálf flugstöðin um tíu þúsund fermetrum stærri í sumar en sumarið í fyrra.
Tengdar fréttir Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13 Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13
Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24