Erlent

Forseti Mexíkó vill lögleiða hjónabönd samkynhneigðra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Gay Pride í Mexíkóborg.
Frá Gay Pride í Mexíkóborg. Vísir/Getty
Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, vill gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins svo lögleiða megi hjónabönd samkynhneigðra í Mexíkó.

Hæstiréttur Mexíkó hefur þegar úrskurðað að það stangist á við stjórnarskránna fyrir ríki Mexíkó að heimila ekki samkynkynhneigðum að ganga í hjónaband.

Samkynhneigðir mega aðeins ganga í hjónabönd í höfuðborginni Mexíkóborg auk örfárra annarra ríkja Mexíkó sem alls eru 31 talsins.

Argentína var fyrsta ríkið í Suður- eða Mið-Ameríku sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 en Kólumbía, Argentína, Brasilía og Úrugvæ hafa einnig stigið þetta skref.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×