

Gröf með um 40 líkum embættismanna og almennra borgara hefur fundist í sýrlensku borginni Palmyra.
Sýrlandsher hrakti á dögunum liðsmenn ISIS frá borginni.
ISIS-liðar hertóku borgina fyrir tæpu ári síðan.
Þó að miklar skemmdir hafi verið unnar á fornminjunum í Palmyra og einstaka byggingar sprengdar í sundur þá stendur enn stóru hluti minjanna.
Skjöl sem SKY fréttastofan hefur undir höndum og eru sögð koma frá ISIS vígasveitunum benda til þess að stjórnarher Assads Sýrlsandsforseta og ISIS hafi starfað saman á laun á vígvellinum. Til að mynda virðist stjórnarherinn hafa sæst á að ISIS menn fengu að koma hertólum sínum frá borginni Palmyra áður en Assad náði aftur tökum á henni og þá virðist hafa verið í gangi samningur um að ISIS léti Assad olíu í té í skiptum fyrir áburð.