Sjö vikna fríi Sigmundar Davíðs að ljúka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2016 11:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, reiknar með því að dagar hans á Alþingi þessa vikuna verði þeir síðustu, í bili að minnsta kosti. Hjálmar Bogi hefur staðið vaktina undanfarnar vikur fyrir forsætisráðherrann fyrrverandi Sigmund Davíð Gunnlaugsson síðan hann sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um hann og eiginkonu hans í tengslum við Panamaskjölin. Sigmundur Davíð ákvað að segja af sér sem forsætisráðherra þann 5. apríl en halda áfram sem bæði formaður og þingmaður Framsóknar. Í framhaldinu fór hann í langþráð frí sem nú hefur varið í sex vikur. Hjálmar Bogi segist eiga von á Sigmundi aftur á þing á mánudaginn.Hjálmar Bogi Hafliðason.Vill ræða Dettifossveginn í síðustu vikunni „Það var talað um minnst þrjár vikur í upphafi,“ segir Hjálmar sem var nýlentur á Reykjavíkurflugvelli þegar Vísir náði af honum tali. Bæjarfulltrúinn og kennarinn segir síðustu vikur hafa verið annasamar en hann hafi sinnt þingmennskunni á virkum dögum í höfuðborginni en svo haldið norður yfir helgarnar. Hjálmar er spenntur fyrir umræðum um búvörusamninginn, sem verður til umræðu um helgina. Hann hafi rætt þau mál við bændur um helgina en er þó ekki viss um hvort hann taki til máls undir þeim lið í dag. Þá ætli hann að reyna að koma sjónarmiðum sínum og sveitunga hans að næstu daga er varða Dettifossveginn. Nauðsynlegt sé að setja peninga í vegagerð á svæðinu og raunar löngu tímabært. Til hefur staðið að markaðssetja veginn frá Húsavík að Ásbyrgi og Hljóðaklettum og þaðan að Dettifossi sem Demantshringinn, en líkt og Hjálmar hefur að undanförnu vakið athygli á á Facebook-síðu sinni verður sá vegur ekki tilbúinn í bráð. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, reiknar með því að dagar hans á Alþingi þessa vikuna verði þeir síðustu, í bili að minnsta kosti. Hjálmar Bogi hefur staðið vaktina undanfarnar vikur fyrir forsætisráðherrann fyrrverandi Sigmund Davíð Gunnlaugsson síðan hann sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um hann og eiginkonu hans í tengslum við Panamaskjölin. Sigmundur Davíð ákvað að segja af sér sem forsætisráðherra þann 5. apríl en halda áfram sem bæði formaður og þingmaður Framsóknar. Í framhaldinu fór hann í langþráð frí sem nú hefur varið í sex vikur. Hjálmar Bogi segist eiga von á Sigmundi aftur á þing á mánudaginn.Hjálmar Bogi Hafliðason.Vill ræða Dettifossveginn í síðustu vikunni „Það var talað um minnst þrjár vikur í upphafi,“ segir Hjálmar sem var nýlentur á Reykjavíkurflugvelli þegar Vísir náði af honum tali. Bæjarfulltrúinn og kennarinn segir síðustu vikur hafa verið annasamar en hann hafi sinnt þingmennskunni á virkum dögum í höfuðborginni en svo haldið norður yfir helgarnar. Hjálmar er spenntur fyrir umræðum um búvörusamninginn, sem verður til umræðu um helgina. Hann hafi rætt þau mál við bændur um helgina en er þó ekki viss um hvort hann taki til máls undir þeim lið í dag. Þá ætli hann að reyna að koma sjónarmiðum sínum og sveitunga hans að næstu daga er varða Dettifossveginn. Nauðsynlegt sé að setja peninga í vegagerð á svæðinu og raunar löngu tímabært. Til hefur staðið að markaðssetja veginn frá Húsavík að Ásbyrgi og Hljóðaklettum og þaðan að Dettifossi sem Demantshringinn, en líkt og Hjálmar hefur að undanförnu vakið athygli á á Facebook-síðu sinni verður sá vegur ekki tilbúinn í bráð.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira