Einstakar perlur sem heyrast ekkert of oft Magnús Guðmundsson skrifar 17. maí 2016 11:30 Kór Langholtskirkju heldur hátíðartónleika annað kvöld. Það er ekkert of oft sem íslenskum tónlistarunnendum gefst þess kostur að hlýða á tvö af stórvirkjum kirkjutónbókmenntanna á einu og sama kvöldinu. En annað kvöld kl. 20 flytur Kór Langholtskirkju messu Stravinskíjs fyrir kór og blásara ásamt blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands en einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á sömu tónleikur mun kórinn einnig flytja Óttusöngva að vori eftir Jón Nordal og verða einsöngvarar Þóra Einarsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir en stjórnandi á tónleikunum er Steinar Logi Helgason.Einstakar perlur Gunnar Guðbjörnsson hjá Listvinafélagi Langholtskirkju er á meðal þeirra sem unnið hefur að undirbúningi tónleikana sem hann segir að séu mikið tilhlökkunarefni. „Ég er náttúrulega ekki sérfræðingurinn í þessari tónlist en hvort tveggja eru þetta stór og flott kórverk með einstaklega fallegum sólóköflum. Stravinskíj er eins og hann er og hann vinnur þetta upp úr þessum helgitexta. Það er nú kannski ekki það sem Stravinskíj var þekktastur fyrir en þetta er svo sannarlega ekki síðra fyrir það. Hvort tveggja eru þetta sannkallaðar perlur sem heyrast kannski ekkert of oft svo það er svo sannarlega ástæða fyrir fólk til þess að drífa sig. Stravinskíj samdi messuna á árunum 1944 og 1948. Verkið er persónuleg nálgun Stravinskíjs á texta hinnar kaþólsku messu þar sem hann lítur til baka á tónlist fyrri alda og færir í senn messuna inn í nýja hrynjandi hinnar stríðshrjáðu Evrópu. En Óttusöngva á vori samdi Jón Nordal fyrir Sumartónleika í Skálholti árið 1993. Óttusöngvar eru stærsta söngverk Jóns en þar tvinnar hann saman hefðbundnum messutexta, Sólarljóðum frá miðöldum og Sólhjartarljóði Matthíasar Johannessen í sinn einstaka djúphugla tónavef. Jón hefur ekki skrifað mikið fyrir raddir, sérstaklega ekki sólókafla, en það eru þarna einsöngskaflar sem eru alveg gullfallegir.“Gunnar Guðbjörnsson hefur starfað mikið fyrir Listvinafélag langholtskirkju en hyggur nú á að einbeita sér að skólastarfinu.Annir í skólastarfinu Gunnar segir að það séu líkur á því að þetta verði síðustu hátíðartónleikar kórsins sem hann kemur að í bili en hann gegnir starfi skólastjóra Söngskóla Sigurðar Demetz og það er því í mörg horn að líta. „Ég hugsa að ég fari nú að segja þetta gott því við erum að leggja mikið í að efla starf skólans enn fremur. Við vorum til að mynda að opna nýja heimasíðu enda eru tímarnir breyttir og ef stafræni hlutinn er ekki í lagi þá er hætt við að það komi niður á starfinu. En ég vil sem sagt geta sinnt þessu starfi eins vel og ég mögulega get og er með ákveðna hluti í huga fyrir skólann sem mig langar til þess að gera með sönglistina almennt á Íslandi. Mig langar til þess að fá meira í gang hjá yngri kynslóðinni, jafnvel hjá börnum, að fólk kynnist því fyrr hvað það er gott að syngja. Þetta er ekki bara spurning um að skapa vettvang fyrir sóló heldur að fólk finni hvað það er gefandi að syngja í kór. Ég vil að fólk kynnist því fyrr á ævinni. Þetta sá ég vel í starfi Jóns Stefánssonar og hvað hann færði stórum hópi ákveðin lífsgæði með sínu frábæra starfi. Þetta langar mig til þess að gera í gegnum skólann.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er ekkert of oft sem íslenskum tónlistarunnendum gefst þess kostur að hlýða á tvö af stórvirkjum kirkjutónbókmenntanna á einu og sama kvöldinu. En annað kvöld kl. 20 flytur Kór Langholtskirkju messu Stravinskíjs fyrir kór og blásara ásamt blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands en einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á sömu tónleikur mun kórinn einnig flytja Óttusöngva að vori eftir Jón Nordal og verða einsöngvarar Þóra Einarsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir en stjórnandi á tónleikunum er Steinar Logi Helgason.Einstakar perlur Gunnar Guðbjörnsson hjá Listvinafélagi Langholtskirkju er á meðal þeirra sem unnið hefur að undirbúningi tónleikana sem hann segir að séu mikið tilhlökkunarefni. „Ég er náttúrulega ekki sérfræðingurinn í þessari tónlist en hvort tveggja eru þetta stór og flott kórverk með einstaklega fallegum sólóköflum. Stravinskíj er eins og hann er og hann vinnur þetta upp úr þessum helgitexta. Það er nú kannski ekki það sem Stravinskíj var þekktastur fyrir en þetta er svo sannarlega ekki síðra fyrir það. Hvort tveggja eru þetta sannkallaðar perlur sem heyrast kannski ekkert of oft svo það er svo sannarlega ástæða fyrir fólk til þess að drífa sig. Stravinskíj samdi messuna á árunum 1944 og 1948. Verkið er persónuleg nálgun Stravinskíjs á texta hinnar kaþólsku messu þar sem hann lítur til baka á tónlist fyrri alda og færir í senn messuna inn í nýja hrynjandi hinnar stríðshrjáðu Evrópu. En Óttusöngva á vori samdi Jón Nordal fyrir Sumartónleika í Skálholti árið 1993. Óttusöngvar eru stærsta söngverk Jóns en þar tvinnar hann saman hefðbundnum messutexta, Sólarljóðum frá miðöldum og Sólhjartarljóði Matthíasar Johannessen í sinn einstaka djúphugla tónavef. Jón hefur ekki skrifað mikið fyrir raddir, sérstaklega ekki sólókafla, en það eru þarna einsöngskaflar sem eru alveg gullfallegir.“Gunnar Guðbjörnsson hefur starfað mikið fyrir Listvinafélag langholtskirkju en hyggur nú á að einbeita sér að skólastarfinu.Annir í skólastarfinu Gunnar segir að það séu líkur á því að þetta verði síðustu hátíðartónleikar kórsins sem hann kemur að í bili en hann gegnir starfi skólastjóra Söngskóla Sigurðar Demetz og það er því í mörg horn að líta. „Ég hugsa að ég fari nú að segja þetta gott því við erum að leggja mikið í að efla starf skólans enn fremur. Við vorum til að mynda að opna nýja heimasíðu enda eru tímarnir breyttir og ef stafræni hlutinn er ekki í lagi þá er hætt við að það komi niður á starfinu. En ég vil sem sagt geta sinnt þessu starfi eins vel og ég mögulega get og er með ákveðna hluti í huga fyrir skólann sem mig langar til þess að gera með sönglistina almennt á Íslandi. Mig langar til þess að fá meira í gang hjá yngri kynslóðinni, jafnvel hjá börnum, að fólk kynnist því fyrr hvað það er gott að syngja. Þetta er ekki bara spurning um að skapa vettvang fyrir sóló heldur að fólk finni hvað það er gefandi að syngja í kór. Ég vil að fólk kynnist því fyrr á ævinni. Þetta sá ég vel í starfi Jóns Stefánssonar og hvað hann færði stórum hópi ákveðin lífsgæði með sínu frábæra starfi. Þetta langar mig til þess að gera í gegnum skólann.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira