Erlent

John Oliver: Varpar ljósi á vanda Neyðarlínunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Þáttastjórnandinn John Oliver varpaði ljósi á vanda Neyðarlínunnar í Bandaríkjunum í þætti sínum Last Week Tonight á sunnudaginn. Þar í landi eru tæplega sex þúsund miðstöðvar Neyðarlínunnar og er nauðsynlegt að þeim berist auknar fjárveitingar.

Einn helsti vandi Neyðarlínunnar er að oft reynist þeim erfitt að finna fólk sem hringir og þá sérstaklega þegar hringt eru úr farsímum. Yfirvöld í Bandaríkjunum telja að mögulega væri hægt að bjarga rúmlega tíu þúsund lífum á ári, ef Neyðarlínan gæti staðsett fólk betur.

Á meðan fyrirtæki eins og Dominos og Uber geta fundið viðskiptavini með mikilli nákvæmni kemst Neyðarlínan ekki nærri þeim. Úrelt tæki og tól, fáir starfsmenn og fjársvelti gera þeim einstaklega erfitt fyrir.

Hægt er að horfa á innslag John Oliver hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×