Erlent

Átta þúsund flýja vegna skógarelda

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn virtust hafa náð tökum á eldunum áður en þeir blossuðu upp aftur.
Slökkviliðsmenn virtust hafa náð tökum á eldunum áður en þeir blossuðu upp aftur. Vísir/EPA
Yfirvöld í Alberta í Kanada hafa skipað um átta þúsund starfsmönnum olíufyrirtækja nærri Fort McMurray að yfirgefa svæðið. Það var gert vegna skógarelda sem ógna svæðinu nú aftur. Rúmlega áttatíu þúsund manns voru flutt frá bænum fyrir tveimur vikum þegar skógareldar fóru hjá og í gegnum Fort McMurray.

Um 2.4000 byggingar brunnu. Eldurinn hafði fjarlægst bæinn en ógnar honum á ný. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var skömmu áður en vinnubúðirnar, sem eru um 54 kílómetra norður af Fort McMurray, voru yfirgefnar.

Samkvæmt CBC News var búist við því að eldarnir myndu stækka í gær. Þó hafi vindurinn snúist aftur og því séu eldarnir á undanhaldi.

Þá er unnið að því að gera íbúum Fort McMurray kleift að snúa aftur. Búið er að koma rafmagni aftur á stóran hluta bæjarins og öðrum grunnstoðum eins og vatni. Loftið í og við bæinn er þó verulega mengað.

Skógareldarnir loga nú á um 2.410 ferkílómetra svæði og búist er við því að þeir muni loga í einhverjar vikur til viðbótar.


Tengdar fréttir

Eldarnir magnast enn

Ekkert lát er á þurrkatíð í Alberta. Búist er við að glíman við eldana geti haldið áfram næstu mánuðina. Eldsvæðið hefur þrefaldast að flatarmáli síðustu daga.

Vill að allt sé uppi á borðum

Rosa Pavinelli segir TISA-viðræðurnar ógn við bæði lýðræðið og almenning. Leyndin sem hvílir yfir þeim sé hættuleg, stórfyrirtæki beiti þrýstingi bak við tjöldin og hagsmunir almennings séu vanræktir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×