Erlent

Salerni verði fyrir alla

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Klósett fyrir alls konar.
Klósett fyrir alls konar. vísir/EPA
Stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta sendi í gær frá sér stjórnvaldstilskipun um að skólum um allt land bæri að útvega trans-nemendum aðgang að salernum, búningsklefum og baðaðstöðu, sem hæfir kynvitund þeirra.

Þannig megi skólar til dæmis ekki meina nemendum aðgang að salerni þess kyns, sem þeir upplifa sem sitt kyn.

Í bréfi til skólaumdæma eru jafnframt fyrirmæli um það hvað skólayfirvöldum beri að gera til að að koma í veg fyrir mismunun gegn transfólki sem fellur illa inn í hinn annars tvískipta heim kynjanna.

Þessi mál hafa verið hitamál í bandarískum stjórnmálum undanfarið þannig að fastlega má reikna með því að þessi ákvörðun Bandaríkjastjórnar verði umdeild, ekki síst í kosningabaráttunni næstu mánuðina.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×