Erlent

Banna sölu á Khat

Salan verður heimil tvisvar í viku.
Salan verður heimil tvisvar í viku. vísir/epa
Yfirvöld í hafnarborginni Aden í Jemen hafa ákveðið að héðan í frá verði einungis heimilt að selja plöntuna Khat tvisvar í viku; fimmtudaga og föstudaga. Neysla á Khat er algeng á meðal fólks í Jemen, en virku efnin í plöntunni eru skyld amfetamíni og hafa örvandi áhrif á fólk.

Sölubannið er meðal annars sett á af heilsufarsástæðum ásamt því sem stór hluti ráðstöfunartekna fólks fer í að kaupa plöntuna. Fram kemur á vef BBC að um níutíu prósent karlmanna og um fimmtíu prósent kvenna tyggi plöntuna í nokkrar klukkustundir á dag.

Plantan er ólögleg í Bandaríkjunum og víðast hvar í Evrópu, en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreinir hana sem fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×