Erlent

Hald lagt á 8000 kg af kókaíni í Kólumbíu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hér má sjá pakkana sem yfirvöld gerðu upptæka.
Hér má sjá pakkana sem yfirvöld gerðu upptæka.
Yfir 8000 kíló af kókaíni hafa verið gerð upptæk í Kólumbíu síðastliðna daga samkvæmt yfirvöldum í landinu. CNN greinir frá því að aðgerðir lögreglu hafi verið hluti af sérstökum aðgerðum gegn eiturlyfjagenginu „Clan Úsuga.“

Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, óskaði lögreglunni á Twitter til hamingju með aðgerðirnar og sagði þeim hafa lyktað með stærstu haldlagningu fíkniefna fyrr og síðar. Varnarmálaráðuneyti Kólumbíu sagði þetta best heppnuðu aðgerð gegn fíkniefnasölum í Kólumbíu fyrr og síðar – í kílóum talið.

Myndir sem lögregla sendi frá sér sýna pakkana sem lögregla lagði hald á. Þá voru fjórir menn handteknir og hald lagt á nokkur vopn en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglu í Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×