Segja íslenskar verslanir henda sorglega miklu magni matvæla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. maí 2016 19:30 Hönnunarnemar við Listaháskóla Íslands hafa undanfarið reynt að vekja athygli fólks á matarsóun matvöruverslana með því að stilla upp matvælum sem fundist hafa í ruslatunnum fyrir framan verslanir í Reykjavík. Þau segja að sorglega mikið magn matvæla, sem enn séu í fínu ástandi, endi í ruslatunnum. Nemendurnir hafa síðustu vikur skoðað í ruslatunnur nokkurra matvöruverslana og bakaría í Reykjavík og tekið myndir af því sem þar er að finna. „Við erum að tala um að þriðjungur af öllum mat sem er framleiddur endar í ruslinu og meira en níutíu prósent af því fer í urðun. Í Bandaríkjunum er þetta nær fjörtíu til fimmtíu prósentum og það er ekkert ólíklegt að við séum frekar þar,“ segir Björn S. Traustason. Hann bendir á að stór hluti matarins sé innfluttur. „Það er svo sorglegt að þessi matur fer í svo mikið ferðalag til að koma til okkar og svo endar hann í ruslinu,“ bætir Hulda Einarsdóttir við. Forrannsókn sem Landvernd gerði á matarsóun heimila í Reykjavík á síðasta ári bendir til að um 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar að minnsta kosti fjórum komma fimm milljörðum króna. Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Hulda segir það hafa verið ljóst að heimilin hentu mikið af mætvælum en að það hafi komið sér á óvart hve miklu sé hent beint úr matvöruverslunum. „Ég verð að segja það. Þetta er ekki ónýtur matur, meirihlutinn af þessu er í fínu lagi. Það er kannski eitt epli ónýtt og þá er öllum pakkanum hent,“ segir hún. En hvað getur fólk gert til að koma í veg fyrir matarsóun? „Við getum keypt bara það sem við þurfum, kaupa minna og muna eftir því sem við eigum. Gera lista yfir það sem við kaupum og það sem við hendum líka. Ég held að það geti verið svolítið sjokkerandi fyrir okkur persónulega, að gera lista yfir það sem við hendum,“ segir Hulda. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hönnunarnemar við Listaháskóla Íslands hafa undanfarið reynt að vekja athygli fólks á matarsóun matvöruverslana með því að stilla upp matvælum sem fundist hafa í ruslatunnum fyrir framan verslanir í Reykjavík. Þau segja að sorglega mikið magn matvæla, sem enn séu í fínu ástandi, endi í ruslatunnum. Nemendurnir hafa síðustu vikur skoðað í ruslatunnur nokkurra matvöruverslana og bakaría í Reykjavík og tekið myndir af því sem þar er að finna. „Við erum að tala um að þriðjungur af öllum mat sem er framleiddur endar í ruslinu og meira en níutíu prósent af því fer í urðun. Í Bandaríkjunum er þetta nær fjörtíu til fimmtíu prósentum og það er ekkert ólíklegt að við séum frekar þar,“ segir Björn S. Traustason. Hann bendir á að stór hluti matarins sé innfluttur. „Það er svo sorglegt að þessi matur fer í svo mikið ferðalag til að koma til okkar og svo endar hann í ruslinu,“ bætir Hulda Einarsdóttir við. Forrannsókn sem Landvernd gerði á matarsóun heimila í Reykjavík á síðasta ári bendir til að um 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar að minnsta kosti fjórum komma fimm milljörðum króna. Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Hulda segir það hafa verið ljóst að heimilin hentu mikið af mætvælum en að það hafi komið sér á óvart hve miklu sé hent beint úr matvöruverslunum. „Ég verð að segja það. Þetta er ekki ónýtur matur, meirihlutinn af þessu er í fínu lagi. Það er kannski eitt epli ónýtt og þá er öllum pakkanum hent,“ segir hún. En hvað getur fólk gert til að koma í veg fyrir matarsóun? „Við getum keypt bara það sem við þurfum, kaupa minna og muna eftir því sem við eigum. Gera lista yfir það sem við kaupum og það sem við hendum líka. Ég held að það geti verið svolítið sjokkerandi fyrir okkur persónulega, að gera lista yfir það sem við hendum,“ segir Hulda.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira