Erlent

Bein útsending: Sigurður Ingi heimsækir Obama

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kvöldverðurinn fer fram í Hvíta húsinu.
Kvöldverðurinn fer fram í Hvíta húsinu. vísir/getty
Hvíta húsið sýnir í beinni útsendingu þegar Barack Obama tekur á móti forsætisráðherrum Norðurlandanna.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, er sem stendur staddur í Bandaríkjunum ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, er einnig á fundinum.

Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að fundurinn sé framhald fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013. Til umræðu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála.

Fundinum lýkur með viðhafnarkvöldverði en beina útsendingu frá móttökunni má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×