Erlent

Nýr forseti kynnti nýja ríkisstjórn

Samúel Karl Ólason skrifar
Michele Temer, starfandi forseti Brasilíu.
Michele Temer, starfandi forseti Brasilíu. Vísir/EPA
Michele Temer, starfandi forseti Brasilíu, kynnti nýja ríkisstjórn sína nú í kvöld. Fyrrverandi forseta landsins Dilma Rousseff var komið frá völdum í eftir atkvæðagreiðslu á þinginu í morgun. Til stendur að kæra hana fyrir að hafa hagrætt upplýsingum um efnahag þjóðarinnar til að ná endurkjöri.

Nýi forsetinn kynnti 21 ráðherra í ríkisstjórn sinni nú í kvöld. Allir ráðherrarnir eru karlmenn, en Rousseff var með sex konur í ráðherrastóli.

Temer, sem var varaforseti fyrr í dag, heitir því að berjast gegn spillingu af mikilli hörku, en hann hefur sjálfur verið orðaður við spillingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þrír af ráðherrum hans til rannsóknar vegna spillingar innan olíufyrirtækis ríkisins. Vitni hafa einnig bendlað Temer við rannsóknina, sem hann segist ætla að styðja við.

Á ávarpi til brasilísku þjóðarinnar kallaði Temer eftir því að þjóðin treysti honum til að bæta efnahag landsins. Hann sagði mikilvægt að mynda ríkisstjórn sem myndi bjarga þjóðinni.


Tengdar fréttir

Nýr forseti í fjölmennasta ríki Suður-Am­er­íku

Michel Temer tók við embætti forseta Brazilíu í dag eftir að öldungadeild þingsins vék Dilmu Rousseff úr embætti. Þingið samþykkti jafnframt að Rousseff sæti ákæru fyrir spillingu í starfi sem gæti kostað hana starfið verði hún sakfelld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×