Erlent

Trump og Ryan reyna að sættast

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump, forsetaframbjóðandi.
Donald Trump, forsetaframbjóðandi. Nordicphotos/AFP
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins.

Tilgangur fundarins var að ná sáttum. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur þeirra í fjölmiðlum vestanhafs en Ryan hefur neitað að lýsa yfir stuðningi við framboð Trumps eins og aðrir áhrifamenn flokksins hafa gert.

„Þrátt fyrir að við séum ósammála um margt erum við sammála um mörg mikilvæg mál,“ segir í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér eftir fundinn.

Í yfirlýsingunni segjast þeir aukinheldur stefna að því að sameina flokkinn til að koma í veg fyrir að Hillary Clinton, líklegur frambjóðandi demókrata, beri sigur úr býtum í kosningunum í nóvember.

Ryan hefur gagnrýnt Trump harðlega undanfarna mánuði.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×