Innlent

Stöðvuðu umfangsmikla kannabisræktun

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði í gær umfangsmikla kannabisræktu í gömlu einbýlishúsi á Grenivík. Húsið hafði verið útbúið sérstaklega til ræktunarinnar og var hald lagt á 102 kannabisplöntur. Tveir menn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir.

Mennirnir voru látnir lausir í dag eftir að yfirheyrslu lauk og samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni telst málið upplýst.

Mennirnir játuðu brotið og sögðust hafa ætla að selja kannabisefnin sem yrðu til við ræktunina. Lögreglan áætlar lauslega að götuvirði efnanna hefði geta hlaupið á tugum milljóna.

Í tilkynningunni segir enn fremur að nokkuð hafi verið fíkniefnamál hjá á Norðurlandi eystra á undanförnum vikum. Í tveimur málum hafi hald verið lagt á um hálft kíló af kannabisefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×