Erlent

Forseti Brasilíu dregin fyrir dóm

Bjarki Ármannsson skrifar
Dilma Rousseff lætur strax af störum en verði hún fundin sek verður henni vikið formlega úr embætti.
Dilma Rousseff lætur strax af störum en verði hún fundin sek verður henni vikið formlega úr embætti. Vísir/Getty
Brasilíska þingið hefur samþykkt að draga Dilma Rousseff, forseta landsins, fyrir dóm. Rousseff er sökuð um að hagræða upplýsingum um efnahag þjóðarinnar til þess að fela vaxandi skuldastöðu landsins í kosningabaráttunni 2014 þegar hún náði endurkjöri.

Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Rousseff lætur strax af störum en verði hún fundin sek verður henni vikið formlega úr embætti. Þá mun Michel Temer, varaforseti Brasilíu, sitja út kjörtímabilið sem rennur út í desember 2018.

Rousseff hefur gegnt embætti forseta frá því í ársbyrjun 2011. Kröftug mótmæli og óeirðir fylgdu í kjölfar þess að fjölmiðlar upplýstu um meint brot hennar í starfi í mars síðastliðnum. Rousseff biðlaði nýverið til hæstaréttar landsins um að stöðva atburðarásina en þeirri bón var hafnað.


Tengdar fréttir

Hallar á ógæfuhliðina hjá forseta Brasilíu

Ennn kvarnast úr stuðningnum við Dilmu Rousseff Brasilíuforseta sem reynir nú að komast hjá lögsókn. Annar flokkur í samsteypustjórn Rousseff hefur nú sagt sig úr stjórninni en í síðasta mánuði fór stærsti samstarfslokkurinn frá borði.

Allar líkur á að Roussef verði sótt til saka

Neðri deild brasilíska þingsins hefur samþykkt með auknum meirihluta, eða tveimur þriðju hluta atkvæða, að hefja vinnu við að sækja sitjandi forseta landsins, Dilmu Rousseff til saka fyrir að fegra ríkisbókhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×