Buffon ætlar að spila til fertugs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 12:45 Gianluigi Buffon. Vísir/Getty Juventus hefur boðað til blaðamannafundar í dag og ítalskir fjölmiðlar hafa komist að því að það sé félagið að fara að tilkynna um nýja samninga hjá þeim Gianluigi Buffon og Andrea Barzagli. Gianluigi Buffon er 38 ára gamall markmaður og Andrea Barzagli er 35 ára gamall miðvörður en þeir eru lykilmenn í hinni frábæru vörn liðsins. Juventus-liðið hefur aðeins fengið á sig 20 mörk í 37 leikjum eða tólf mörkum minna en næsta lið. Liðið hefur níu stiga forskot á liðið í öðru sæti þegar aðeins ein umferð er eftir. Það er talið nánast öruggt að þeir séu báðir að fara gera nýjan tveggja ára samning við Juventus eða til ársins 2018. Það myndi þýða að Buffon spili til fertugs. Gianluigi Buffon er fæddur 28. janúar 1978 og hélt því upp á 38 ára afmælið í vetur en hann er aðalmarkvörður hjá bæði besta félagsliði Ítala sem og ítalska landsliðinu. Hann er nú að klára sitt fimmtánda tímabil með félaginu og verður því búinn með sautján þegar nýi samningurinn rennur út. Buffon varð ítalskur meistari í sjöunda sinn á þessu tímabili en Juve hefur nú unnið titilinn fimm ár í röð. Gianluigi Buffon hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í þeim 35 leikjum sem hann hefur spila og haldið hreinu í 21 leik í ítölsku deildinni á tímabilinu. Buffon hefur ekki sýnt nein veikleikamerki á leiktíðinni og hefur aðeins misst af tveimur leikjum Juventus í deild og Meistaradeild. Hann setti nýtt met í ítölsku deildinni í vetur þegar hann hélt markinu hreinu í 974 mínútur samfellt og bætti með því met Sebastiano Rossi. Nú er talið líklegast að Gianluigi Buffon endi ferill sinn með ítalska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018. Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Juventus hefur boðað til blaðamannafundar í dag og ítalskir fjölmiðlar hafa komist að því að það sé félagið að fara að tilkynna um nýja samninga hjá þeim Gianluigi Buffon og Andrea Barzagli. Gianluigi Buffon er 38 ára gamall markmaður og Andrea Barzagli er 35 ára gamall miðvörður en þeir eru lykilmenn í hinni frábæru vörn liðsins. Juventus-liðið hefur aðeins fengið á sig 20 mörk í 37 leikjum eða tólf mörkum minna en næsta lið. Liðið hefur níu stiga forskot á liðið í öðru sæti þegar aðeins ein umferð er eftir. Það er talið nánast öruggt að þeir séu báðir að fara gera nýjan tveggja ára samning við Juventus eða til ársins 2018. Það myndi þýða að Buffon spili til fertugs. Gianluigi Buffon er fæddur 28. janúar 1978 og hélt því upp á 38 ára afmælið í vetur en hann er aðalmarkvörður hjá bæði besta félagsliði Ítala sem og ítalska landsliðinu. Hann er nú að klára sitt fimmtánda tímabil með félaginu og verður því búinn með sautján þegar nýi samningurinn rennur út. Buffon varð ítalskur meistari í sjöunda sinn á þessu tímabili en Juve hefur nú unnið titilinn fimm ár í röð. Gianluigi Buffon hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í þeim 35 leikjum sem hann hefur spila og haldið hreinu í 21 leik í ítölsku deildinni á tímabilinu. Buffon hefur ekki sýnt nein veikleikamerki á leiktíðinni og hefur aðeins misst af tveimur leikjum Juventus í deild og Meistaradeild. Hann setti nýtt met í ítölsku deildinni í vetur þegar hann hélt markinu hreinu í 974 mínútur samfellt og bætti með því met Sebastiano Rossi. Nú er talið líklegast að Gianluigi Buffon endi ferill sinn með ítalska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018.
Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Sjá meira