NBA: Westbrook frábær og OKC komið í 3-2 á móti Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 06:47 Oklahoma City Thunder getur tryggt sér sigur á San Antonio Spurs og sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í næsta leik eftir 95-91 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook átti frábæran leik en hann var með 35 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Kevin Durant var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. „Við náðum stoppum í vörninni og Russ var eins og vitfirringur í kvöld sem hélt okkur inn í leiknum," sagði Kevin Durant eftir leikinn. San Antonio Spurs var 88-82 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Westbrook tók þá yfir og var með 7 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á síðustu fjórum mínútunum sem OKC vann 13-3. Oklahoma City Thunder tapaði mjög illa í fyrsta leik einvígisins en hefur síðan unnið 3 af 4 leikjum þar af tvo þeirra á heimavelli San Antonio Spurs. San Antonio Spurs vann 40 af 41 heimaleik sínum á tímabilinu en Oklahoma City Thunder hefur nú sýnt gríðarlegan styrk með því að vinna tvo leiki í röð á heimavelli Spurs. „Ég vona að við komum svolítið reiðir til baka og með það markmið að sýna og sanna hvað við getum. Ef við viljum verða meistaralið þá þurfum við að vinna á útivelli," sagði Danny Green hjá San Antonio Spurs. Spurs-liðið réði ekki við þá Russell Westbrook og Kevin Durant sem með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu áttu þátt í 80 af 95 stigum Thunder-liðsins í leiknum í nótt.San Antonio Spurs var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, og með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 72-69. Oklahoma City Thunder vann fjórða leikhlutann aftur á móti 26-19 og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Það skipti frákastabaráttan miklu máli en OKC vann fráköstin 54-36. „Lykilatriði var að láta finna fyrir sér. Ég og Steven ætluðum bara að ná öllum fráköstum í boði. Það gekk vel hjá okkur báðum," sagði Enes Kanter sem var með 13 fráköst en Steven Adams bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. Oklahoma City Thunder átti því þrjá frákstahæstu leikmenn vallarins í nótt því Russell Westbrook tók einnig 11 fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta og þeir LaMarcus Aldridge og Danny Green skoruðu báðir 20 stig. Þríeykið Tony Parker (9), Tim Duncan (5) og Manu Ginobili (3) skoruðu hinsvegar bara 17 stig saman en þeir klikkuðu á 16 af 22 skotum sínum í leiknum. Útlitið er heldur ekkert alltof bjart fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. Spurs hefur nefnilega síðan hann tók við tapað 10 af 12 leikjum sínum þegar þeir eru á útivelli og eiga það á hættu að vera sendir í sumarfrí.- Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA 2016 -Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 2-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 3-1 Portland Trail Blazers San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Oklahoma City Thunder getur tryggt sér sigur á San Antonio Spurs og sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í næsta leik eftir 95-91 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook átti frábæran leik en hann var með 35 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Kevin Durant var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. „Við náðum stoppum í vörninni og Russ var eins og vitfirringur í kvöld sem hélt okkur inn í leiknum," sagði Kevin Durant eftir leikinn. San Antonio Spurs var 88-82 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Westbrook tók þá yfir og var með 7 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á síðustu fjórum mínútunum sem OKC vann 13-3. Oklahoma City Thunder tapaði mjög illa í fyrsta leik einvígisins en hefur síðan unnið 3 af 4 leikjum þar af tvo þeirra á heimavelli San Antonio Spurs. San Antonio Spurs vann 40 af 41 heimaleik sínum á tímabilinu en Oklahoma City Thunder hefur nú sýnt gríðarlegan styrk með því að vinna tvo leiki í röð á heimavelli Spurs. „Ég vona að við komum svolítið reiðir til baka og með það markmið að sýna og sanna hvað við getum. Ef við viljum verða meistaralið þá þurfum við að vinna á útivelli," sagði Danny Green hjá San Antonio Spurs. Spurs-liðið réði ekki við þá Russell Westbrook og Kevin Durant sem með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu áttu þátt í 80 af 95 stigum Thunder-liðsins í leiknum í nótt.San Antonio Spurs var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, og með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 72-69. Oklahoma City Thunder vann fjórða leikhlutann aftur á móti 26-19 og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Það skipti frákastabaráttan miklu máli en OKC vann fráköstin 54-36. „Lykilatriði var að láta finna fyrir sér. Ég og Steven ætluðum bara að ná öllum fráköstum í boði. Það gekk vel hjá okkur báðum," sagði Enes Kanter sem var með 13 fráköst en Steven Adams bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. Oklahoma City Thunder átti því þrjá frákstahæstu leikmenn vallarins í nótt því Russell Westbrook tók einnig 11 fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta og þeir LaMarcus Aldridge og Danny Green skoruðu báðir 20 stig. Þríeykið Tony Parker (9), Tim Duncan (5) og Manu Ginobili (3) skoruðu hinsvegar bara 17 stig saman en þeir klikkuðu á 16 af 22 skotum sínum í leiknum. Útlitið er heldur ekkert alltof bjart fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. Spurs hefur nefnilega síðan hann tók við tapað 10 af 12 leikjum sínum þegar þeir eru á útivelli og eiga það á hættu að vera sendir í sumarfrí.- Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA 2016 -Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 2-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 3-1 Portland Trail Blazers San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira