Erlent

Skotið á flóttafólk í Tyrklandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Flóttafólk Sýrlandsmegin við landamærin að Tyrklandi.
Flóttafólk Sýrlandsmegin við landamærin að Tyrklandi. vísir/EPA
Tyrkneskir landamæraverðir hafa beitt bæði skotvopnum og bareflum á sýrlenska flóttamenn, sem reyna að komast yfir landamærin til Tyrklands.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fullyrða þetta. Þau segja að í mars og apríl hafi landamæraverðirnir orðið fimm manns að bana, þar á meðal einu barni. Þá hafi fjórtán manns orðið fyrir alvarlegum meiðslum.

Þetta er haft bæði eftir fólki, sem varð fyrir þessu ofbeldi, og sjónarvottum sem fulltrúar samtakanna hafa rætt við.

„Þótt tyrkneskir ráðamenn fullyrði að þeir taki á móti sýrlensku flóttafólki með opin landamæri og opinn faðm, þá eru landamæra­verðir þeirra að drepa og berja fólkið,“ segir Gerry Simpson hjá Human Rights Watch.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×