Erlent

Obama heimsækir Hiroshima

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hiroshima þremur mánuðum eftir að sprengjan sprakk.
Hiroshima þremur mánuðum eftir að sprengjan sprakk. Vísir/AFP
Barack Obama mun heimsækja japönsku borgina Hiroshima síðar í mánuðinum. Hann verður fyrsti forseti Bandaríkjanna í embætti til að sækaj borgina heim síðan kjarnorkusprengju úr smiðju Bandaríkjamanna var varpað á borgina árið 1945.

Heimsóknin er hluti af ferðalagi Obama um Asíu þann 21. til 28. maí en hann mun meðal annars koma við í Víetnam.

140 þúsund manns létust í kjarnorkusprengjunni á Hiroshima þann 6. ágúst 1945. Sprengjan, ásamt annarri í Nagasaki, markaði lokin á síðari heimstyrjöldlinni. Obama er þó ekki fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Hiroshima. Jimmy Carter gerði það líka en ekki fyrr en að lokinni embættistíð sinni.

 


Tengdar fréttir

Kerry heimsækir Hiroshima

John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í sögulega heimsókn til Hiroshima í Japan í gær. Þar heimsótti hann minnismerkið um kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á borgina árið 1945 en það var í fyrsta sinn sem kjarnorkusprengju var beitt í hernaði.

Eftirlifendur kjarnorkuárásanna deildu reynslu sinni

Það var hjartnæm stund í Höfða í dag þegar eftirlifendur kjarnorkuárásanna í Hiroshima og Nagasaki deildu reynslu sinni. Einn þeirra var aðeins fimm ára þegar hann upplifði árásina í Hiroshima en kveðst aldrei gleyma brenndu baki föður síns sem lést í sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×