Ný ópera um fótbolta og önnur um Selsham Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2016 09:30 "Það verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaganna í Kópavogi. Vísir/Anton „Óperudagar í Kópavogi er glæný hátíð sem verður haldin fyrstu fimm dagana í júní og þá verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga. „Reynar þjófstörtuðum við á laugardaginn með frumflutningi Fótboltaóperunnar sem við fengum Helga Rafn Ingólfsson, tónskáld í London, til að skrifa. Það er örstutt verk sem Tryggvi Gunnarsson stjórnar, samið bæði í tilefni af Óperudögunum og EM og í henni taka þátt sex einsöngvarar, auk barnakórs Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir þjálfar.“ Guja segir Fótboltaóperuna verða flutta öðru hverju á hátíðinni og hvetur áhugasama til að skella sér í krakkagönguna eða á lokatónleikana í Salnum. Listafólkið sem kemur fram á Óperudögum er ýmist að ljúka námi eða byrjað að starfa við sitt fag, að sögn Guju. Hún nefnir meðal annars Aron Cortes, litla bróður Garðars Thors. Hann verður í nýrri sýningu sem heitir Selshamurinn. Árni Kristjánsson skrifaði handritið sem byggir á samnefndri þjóðsögu og Matthildur Anna Gísladóttir tónlistarstjóri valdi óperutónlist við. Selshamurinn verður fluttur í Leikfélagi Kópavogs, Funalind 2 og líka sýningin Poppea Remixed með óperutónlist úr Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í bland við poppmúsík hollenska dúósins Sommerhus. Guja vekur sérstaka athygli á óperugöngum. Þær hefjast utan við garðskálann í Gerðarsafni, liggja um hjarta Kópavogs og kíkt verður á staði þar sem búast má við óvæntum uppákomum. „Ég veit ekki til að boðið hafi verið upp á slíkar göngur hér á landi áður,“ segir hún. „Tugir fólks koma fram á Óperudögum í Kópavogi, lífga upp á bæinn og langflestir viðburðirnir eru ókeypis. Fólk getur fylgst með Kristni Sigmundssyni og nemendum hans í Salnum, tekið þátt í kabarettkvöldi í garðskála Gerðarsafns eða stungið sér inn á stofutónleika í heimahúsum,“ segir Guja og bendir á heimasíðu hátíðarinnar: www.operudagar.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Óperudagar í Kópavogi er glæný hátíð sem verður haldin fyrstu fimm dagana í júní og þá verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga. „Reynar þjófstörtuðum við á laugardaginn með frumflutningi Fótboltaóperunnar sem við fengum Helga Rafn Ingólfsson, tónskáld í London, til að skrifa. Það er örstutt verk sem Tryggvi Gunnarsson stjórnar, samið bæði í tilefni af Óperudögunum og EM og í henni taka þátt sex einsöngvarar, auk barnakórs Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir þjálfar.“ Guja segir Fótboltaóperuna verða flutta öðru hverju á hátíðinni og hvetur áhugasama til að skella sér í krakkagönguna eða á lokatónleikana í Salnum. Listafólkið sem kemur fram á Óperudögum er ýmist að ljúka námi eða byrjað að starfa við sitt fag, að sögn Guju. Hún nefnir meðal annars Aron Cortes, litla bróður Garðars Thors. Hann verður í nýrri sýningu sem heitir Selshamurinn. Árni Kristjánsson skrifaði handritið sem byggir á samnefndri þjóðsögu og Matthildur Anna Gísladóttir tónlistarstjóri valdi óperutónlist við. Selshamurinn verður fluttur í Leikfélagi Kópavogs, Funalind 2 og líka sýningin Poppea Remixed með óperutónlist úr Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í bland við poppmúsík hollenska dúósins Sommerhus. Guja vekur sérstaka athygli á óperugöngum. Þær hefjast utan við garðskálann í Gerðarsafni, liggja um hjarta Kópavogs og kíkt verður á staði þar sem búast má við óvæntum uppákomum. „Ég veit ekki til að boðið hafi verið upp á slíkar göngur hér á landi áður,“ segir hún. „Tugir fólks koma fram á Óperudögum í Kópavogi, lífga upp á bæinn og langflestir viðburðirnir eru ókeypis. Fólk getur fylgst með Kristni Sigmundssyni og nemendum hans í Salnum, tekið þátt í kabarettkvöldi í garðskála Gerðarsafns eða stungið sér inn á stofutónleika í heimahúsum,“ segir Guja og bendir á heimasíðu hátíðarinnar: www.operudagar.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira