Íslendingaliðin Hammarby og IFK Gautaborg unnu bæði sína leiki í sænsku úrvalsdeildinni í dag, en ekkert íslenskt mark leit dagsins ljós í dag.
Hammarby vann 2-1 sigur á Gefla á heimavelli, en Hammarby hefur byrjað tímabilið illa. Þeir eru í fjórtánda sæti deildarinnar með þrettán stig.
Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason spiluðu allir allan leikinn fyrir Hammarby.
Hjörtur Hermannsson var tekinn af velli sem varamaður á 84. mínútu þegar Gautaborg vann 3-1 sigur á Helsingborg.
Gautaborg er í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig, en Hjálmar Jónsson var ónotaður varamaður hjá Gautaborg.
