Guðni í höfn? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 28. maí 2016 10:15 Fyrstu kappræður forsetaframbjóðendanna fóru fram á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Kannanir hafa sýnt yfirburðastöðu Guðna Th. Jóhannessonar, sem nýtur fylgis allt að 2/3 kjósenda. Markmið hinna frambjóðendanna í sjónvarpssal hlýtur því að hafa verið að reka Guðna á gat og snúa taflinu sér í hag. Keppinautarnir eru varla ánægðir með niðurstöðuna. Guðni sigldi lygnan sjó, tók litla áhættu og komst vel frá sínu, þótt honum hafi vafist tunga um tönn þegar talið barst að Evrópusambandinu. Davíð Oddsson, skæðasti keppinauturinn hingað til, reyndi að klóra í Guðna. Meðölin voru gamalkunn úr smiðju Davíðs. Hann bendlaði Guðna við Samfylkinguna, nokkuð sem Davíð telur ekki líklegt til pólitískra vinsælda miðað við stöðu þess ágæta flokks. Guðni hristi ávirðingar Davíðs léttilega af sér. Davíð virtist kominn í annan ham en áður í kosningabaráttunni. Landsföðurlegi og auðmjúki grínistinn var á bak og burt. Í hans stað var kominn gamli pólitíski vígamaðurinn sem stærði sig af eigin afrekum og snupraði fréttamann sem honum þótti andsnúinn sér. Sjáum hvernig hamskiptin ganga í kjósendur. Andri Snær Magnason fjallaði af eldmóði um sínar hugsjónir. Andri var með sviðsskrekk. Hann sveiflaði höndunum ótt og títt til að leggja áherslu á mál sitt, en tókst samt ágætlega upp. Andri Snær er sá frambjóðendanna sem er með skýrasta sýn. Hann hefur í mörg ár barist fyrir náttúruvernd. Í þættinum bætti hann launajafnrétti kynjanna og læsi skólabarna á listann. Halla Tómasdóttir var mögulega sá frambjóðenda sem best komst frá sínu. Hún virtist full sjálfstrausts, var ákveðin og talaði af röggsemi. Kannski á hún mest inni. Spennandi verður að sjá hvort hún tekur kipp í könnunum. Áherslur frambjóðendanna eru kannski ekki svo ólíkar. Enginn þeirra virtist fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið, þótt Andri Snær kæmist þar næst. Allir nema Davíð lýstu þó þeirri skoðun að eðlilegast væri að þjóðin kysi um málið. Ekki var mikill áherslumunur þegar talið barst að stjórnarmyndun. Öll virtust á því að forseta bæri við eðlilegar aðstæður að halda sig að mestu til hlés en stuðla að því að í landinu sæti traust stjórn. Um málskotsrétt forseta voru tvö sjónarmið. Guðni og Davíð telja að undirskriftir einar eigi ekki að duga til að knýja fram þjóðaratkvæði. Sannfæring forseta eigi að spila stóra rullu. Halla og Andri aðhyllast frekar hugmyndir um beint lýðræði. Þau myndu vilja setja sér vinnureglur um slíkt þótt ekki kæmi til stjórnarskrárbreytinga. Andri skipar sér með skýrum hætti í sveit þeirra, er vilja staðfesta stjórnarskrárdrögin, sem vefst fyrir Alþingi, en þjóðin hefur þegar samþykkt í kosningum. Hvað sem þessum vangaveltum líður getur niðurstaðan varla verið önnur en sú að Guðni hafi komið standandi frá sínu fyrsta stóra prófi. Nú reynir á hina frambjóðendurna að saxa á forskotið sem eins og sakir standa virðist allt að því óyfirstíganlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu kappræður forsetaframbjóðendanna fóru fram á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Kannanir hafa sýnt yfirburðastöðu Guðna Th. Jóhannessonar, sem nýtur fylgis allt að 2/3 kjósenda. Markmið hinna frambjóðendanna í sjónvarpssal hlýtur því að hafa verið að reka Guðna á gat og snúa taflinu sér í hag. Keppinautarnir eru varla ánægðir með niðurstöðuna. Guðni sigldi lygnan sjó, tók litla áhættu og komst vel frá sínu, þótt honum hafi vafist tunga um tönn þegar talið barst að Evrópusambandinu. Davíð Oddsson, skæðasti keppinauturinn hingað til, reyndi að klóra í Guðna. Meðölin voru gamalkunn úr smiðju Davíðs. Hann bendlaði Guðna við Samfylkinguna, nokkuð sem Davíð telur ekki líklegt til pólitískra vinsælda miðað við stöðu þess ágæta flokks. Guðni hristi ávirðingar Davíðs léttilega af sér. Davíð virtist kominn í annan ham en áður í kosningabaráttunni. Landsföðurlegi og auðmjúki grínistinn var á bak og burt. Í hans stað var kominn gamli pólitíski vígamaðurinn sem stærði sig af eigin afrekum og snupraði fréttamann sem honum þótti andsnúinn sér. Sjáum hvernig hamskiptin ganga í kjósendur. Andri Snær Magnason fjallaði af eldmóði um sínar hugsjónir. Andri var með sviðsskrekk. Hann sveiflaði höndunum ótt og títt til að leggja áherslu á mál sitt, en tókst samt ágætlega upp. Andri Snær er sá frambjóðendanna sem er með skýrasta sýn. Hann hefur í mörg ár barist fyrir náttúruvernd. Í þættinum bætti hann launajafnrétti kynjanna og læsi skólabarna á listann. Halla Tómasdóttir var mögulega sá frambjóðenda sem best komst frá sínu. Hún virtist full sjálfstrausts, var ákveðin og talaði af röggsemi. Kannski á hún mest inni. Spennandi verður að sjá hvort hún tekur kipp í könnunum. Áherslur frambjóðendanna eru kannski ekki svo ólíkar. Enginn þeirra virtist fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið, þótt Andri Snær kæmist þar næst. Allir nema Davíð lýstu þó þeirri skoðun að eðlilegast væri að þjóðin kysi um málið. Ekki var mikill áherslumunur þegar talið barst að stjórnarmyndun. Öll virtust á því að forseta bæri við eðlilegar aðstæður að halda sig að mestu til hlés en stuðla að því að í landinu sæti traust stjórn. Um málskotsrétt forseta voru tvö sjónarmið. Guðni og Davíð telja að undirskriftir einar eigi ekki að duga til að knýja fram þjóðaratkvæði. Sannfæring forseta eigi að spila stóra rullu. Halla og Andri aðhyllast frekar hugmyndir um beint lýðræði. Þau myndu vilja setja sér vinnureglur um slíkt þótt ekki kæmi til stjórnarskrárbreytinga. Andri skipar sér með skýrum hætti í sveit þeirra, er vilja staðfesta stjórnarskrárdrögin, sem vefst fyrir Alþingi, en þjóðin hefur þegar samþykkt í kosningum. Hvað sem þessum vangaveltum líður getur niðurstaðan varla verið önnur en sú að Guðni hafi komið standandi frá sínu fyrsta stóra prófi. Nú reynir á hina frambjóðendurna að saxa á forskotið sem eins og sakir standa virðist allt að því óyfirstíganlegt.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun