Erlent

Pegida berst gegn Kinder-eggjum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Börnin á pakkningunum eru þýskir knattspyrnumenn.
Börnin á pakkningunum eru þýskir knattspyrnumenn. Nordicphotos/AFP
Meðlimir Pegida-hreyfingarinnar í Þýskalandi, sem berst gegn innflytjendum, mótmæla því að pakkningar Kinder-súkkulaðsins prýða nú börn sem virðast vera af afrískum og mið-austurlenskum uppruna.

Liðsmenn samtakanna virðast ekki hafa áttað sig á því að myndirnar eru af landsliðsmönnum karla­liðs Þýskalands í knattspyrnu þegar þeir voru börn. Pakkningarnar prýða myndir af þeim Ilkay Gündogan og Jérôme Boateng sem báðir eru fæddir í Þýskalandi.

Meðlimum samtakanna hefur einnig verið bent á að Kinder-súkkulaðið sé framleitt af ítalska sælgætisfyrirtækinu Ferrero en ekki framleitt í Þýskalandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×