Ronaldo tryggði Real sigur í Meistaradeild Evrópu | Sjáðu mörkin og vítaspyrnukeppnina 28. maí 2016 21:30 Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn. Sergio Ramos kom Real yfir í byrjun leiks, en Yannick Carrasco jafnaði í síðari hálfleik. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem Juanfran skaut í stöngina. Real byrjaði af miklum krafti og fékk dauðafæri eftir einungis sex mínútur þegar Jan Oblak varði skot Casemiro eftir aukaspyrnu. Fyrsta markið kom svo eftir stundarfjórðung. Sergio Ramos skoraði þá mark eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Luka Modric áfram. Markið hefði þó líklega aldrei átt að standa því Ramos var fyrir innan þegar Bale skallaði boltann áfram, en markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gerði eina breytingu í hálfleik. Augusto Fernández fór útaf og Yannick Carrasco kom inná og sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér. Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Atlético menn vítaspyrnu eftir að Pepe braut á Fernando Torres innan teigs. Góður dómari leiksins, Mark Clattenburg, benti umsvifalaust á vítapunktinn. Á punktinn steig Antoine Griezmann, en honum brást bogalistinn; hann þrumaði boltanum í slá. Hægt og rólega byrjuðu þeir rauð-hvítklæddu að þjarma að marki Real og það skilaði árangri ellefu mínútum fyrir leikslok. Gabi lyfti boltanum skemmtilega á Juanfran sem þrumaði boltanum fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Carrasco mættur. Eina sem hann þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengarinnar. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að kreista fram úrslitin í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir nema Juanfran, en hann skaut boltanum í stöngina. Cristiano Ronaldo tók svo síðasta vítið, en hann tryggði sigurinn. Real er því meistari í ellefta skiptið, en Zinedine Zidane hefur því bæði unnið þetta sem leikmaður og þjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Atlético, en þeir hafa aldrei unnið titilinn. Þeir grétu margir, eðlilega, í leikslok.Griezmann klúðrar víti: Carrasco jafnar: Vítaspyrnukeppnin: Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn. Sergio Ramos kom Real yfir í byrjun leiks, en Yannick Carrasco jafnaði í síðari hálfleik. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem Juanfran skaut í stöngina. Real byrjaði af miklum krafti og fékk dauðafæri eftir einungis sex mínútur þegar Jan Oblak varði skot Casemiro eftir aukaspyrnu. Fyrsta markið kom svo eftir stundarfjórðung. Sergio Ramos skoraði þá mark eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Luka Modric áfram. Markið hefði þó líklega aldrei átt að standa því Ramos var fyrir innan þegar Bale skallaði boltann áfram, en markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gerði eina breytingu í hálfleik. Augusto Fernández fór útaf og Yannick Carrasco kom inná og sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér. Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Atlético menn vítaspyrnu eftir að Pepe braut á Fernando Torres innan teigs. Góður dómari leiksins, Mark Clattenburg, benti umsvifalaust á vítapunktinn. Á punktinn steig Antoine Griezmann, en honum brást bogalistinn; hann þrumaði boltanum í slá. Hægt og rólega byrjuðu þeir rauð-hvítklæddu að þjarma að marki Real og það skilaði árangri ellefu mínútum fyrir leikslok. Gabi lyfti boltanum skemmtilega á Juanfran sem þrumaði boltanum fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Carrasco mættur. Eina sem hann þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengarinnar. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að kreista fram úrslitin í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir nema Juanfran, en hann skaut boltanum í stöngina. Cristiano Ronaldo tók svo síðasta vítið, en hann tryggði sigurinn. Real er því meistari í ellefta skiptið, en Zinedine Zidane hefur því bæði unnið þetta sem leikmaður og þjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Atlético, en þeir hafa aldrei unnið titilinn. Þeir grétu margir, eðlilega, í leikslok.Griezmann klúðrar víti: Carrasco jafnar: Vítaspyrnukeppnin:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira