Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Sæunn Gísladóttir skrifar 27. maí 2016 13:31 Illugi Gunnarsson er mennta- og menningarmálaráðherra. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarp um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna var afgreitt úr ríkisstjórn á þriðjudag. Frumvarpið var samþykkt á fundum þingflokka stjórnarflokkanna og verður lagt fyrir Alþingi eftir helgi. Um er að ræða grundvallarbreytingu á námsaðstoð ríkisins sem miðar að því að koma á fót blönduðum styrktarsjóði að norrænni fyrirmynd. Markmið breytinga á lögunum er að tryggja áfram jafnan aðgang að námi, skapa aukið réttlæti og gegnsæi við úthlutun styrkja og að skapa fyrirsjáanleika fyrir námsmenn og lánasjóðinn. Jafnframt er markmiðið að tryggja námsmönnum fulla framfærslu og gefa þeim valkost á að mennta sig án skuldsetningar. Sem fyrr segir geta námsmenn í fullu námi fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk. Heildarstyrkur getur numið allt að 2,925 milljónum króna miðað við fulla námsframvindu og heildarlán miðast við fimmtán milljónir á hvern námsmann. Heildaraðstoð getur því numið tæpum átján milljónum króna, en yfir 99 prósent nemenda falla undir það viðmið. Vextir lána verða fastir verðtryggðir 2,5 prósent, að viðbættu álagi til að mæta afföllum af lánum sem er áætlað um 0,5 prósent í nýju kerfi.Nemendur fá fulla framfærsluMeð nýja frumvarpinu munu námsmenn fá fulla framfærslu í níu mánuði í stað 90 prósent. Full framfærsla fyrir næsta skólaár er áætluð tæpar 188 þúsund krónur á mánuði.Hægt að fresta helmingi gjalddaga vegna íbúðarkaupaHægt verður að sækja um heimild til að fresta helmingi hvers gjalddaga námslána vegna kaupa á fyrsta íbúðarhúsnæði í allt að 60 mánuði til að auðvelda ungu fólki íbúðarkaup. Með þessu er greiðslubyrði námslána lækkuð á meðan ungar fjölskyldur koma þaki yfir höfuðið og auðveldar greiðslumat. Þá verður hægt að sækja um frestun á endurgreiðslu námslánanna vegna atvika sem valda tímabundnum fjárhagsörðugleikum í eitt ár í senn en að hámarki í 3 ár samanlagt.Iðn- og verknám verður nú styrkhæftAðfaranám eða svokallað frumgreinanám fyrir einstaklinga sem orðnir eru 23 ára verður aðstoðarhæft. Hins vegar verður nám sem skipulagt er með vinnu ekki aðstoðarhæft. Nemendur 18 ára og eldri í iðn- og verknámi geta notið námsaðstoðar. Styrkhæfi og endurgreiðsluskilmálar verða nú áþekkir hinum Norðurlöndunum. Veitt verður námsaðstoð í sjö ár (420 einingar) óháð námsferli í stað 480 eininga þar sem girðingar eru varðandi nýtingu eininga á mismunandi námsstigum, til dæmis er í dag eingöngu lánað fyrir 180 einingum í BA námi.Aðstoð að hámarki í sjö árÁ móti kemur að aðstoð verður að hámarki veitt fyrir 7 ára nám, eða 420 ECTS einingum, í stað 8 ára nú, eða 480 ECTS einingum. Til samanburðar veitir Noregur námsaðstoð fyrir 480 ECTS einingum (8 árum), Danmörk og Svíþjóð fyrir 360 einingum (6 árum) og Finnland fyrir 300 einingum (5 árum). Hámarksendurgreiðslutími lána verður 40 ár, en er 20 ár í Noregi, 7-15 ár í Danmörku, 25 ár í Svíþjóð og 30 ár í Finnlandi.Engin námsaðstoð fyrir 60 ára og eldriUppgreiðslu skal ávallt vera lokið fyrir 67 ára aldur, en sambærilegt skilyrði miðast við 65 ára aldur í Noregi og 60 ár í Svíþjóð. Námsaðstoð ríkisins verður ekki veitt 60 ára og eldri, en slík aðstoð er ekki veitt 45-65 ára og eldri í Noregi né 57 ára og eldri í Svíþjóð. Endurgreiðslur verða fastar mánaðarlegar afborganir líkt og er á öllum hinum Norðurlöndunum, í stað tekjutengdra afborgana eins og nú er. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarp um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna var afgreitt úr ríkisstjórn á þriðjudag. Frumvarpið var samþykkt á fundum þingflokka stjórnarflokkanna og verður lagt fyrir Alþingi eftir helgi. Um er að ræða grundvallarbreytingu á námsaðstoð ríkisins sem miðar að því að koma á fót blönduðum styrktarsjóði að norrænni fyrirmynd. Markmið breytinga á lögunum er að tryggja áfram jafnan aðgang að námi, skapa aukið réttlæti og gegnsæi við úthlutun styrkja og að skapa fyrirsjáanleika fyrir námsmenn og lánasjóðinn. Jafnframt er markmiðið að tryggja námsmönnum fulla framfærslu og gefa þeim valkost á að mennta sig án skuldsetningar. Sem fyrr segir geta námsmenn í fullu námi fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk. Heildarstyrkur getur numið allt að 2,925 milljónum króna miðað við fulla námsframvindu og heildarlán miðast við fimmtán milljónir á hvern námsmann. Heildaraðstoð getur því numið tæpum átján milljónum króna, en yfir 99 prósent nemenda falla undir það viðmið. Vextir lána verða fastir verðtryggðir 2,5 prósent, að viðbættu álagi til að mæta afföllum af lánum sem er áætlað um 0,5 prósent í nýju kerfi.Nemendur fá fulla framfærsluMeð nýja frumvarpinu munu námsmenn fá fulla framfærslu í níu mánuði í stað 90 prósent. Full framfærsla fyrir næsta skólaár er áætluð tæpar 188 þúsund krónur á mánuði.Hægt að fresta helmingi gjalddaga vegna íbúðarkaupaHægt verður að sækja um heimild til að fresta helmingi hvers gjalddaga námslána vegna kaupa á fyrsta íbúðarhúsnæði í allt að 60 mánuði til að auðvelda ungu fólki íbúðarkaup. Með þessu er greiðslubyrði námslána lækkuð á meðan ungar fjölskyldur koma þaki yfir höfuðið og auðveldar greiðslumat. Þá verður hægt að sækja um frestun á endurgreiðslu námslánanna vegna atvika sem valda tímabundnum fjárhagsörðugleikum í eitt ár í senn en að hámarki í 3 ár samanlagt.Iðn- og verknám verður nú styrkhæftAðfaranám eða svokallað frumgreinanám fyrir einstaklinga sem orðnir eru 23 ára verður aðstoðarhæft. Hins vegar verður nám sem skipulagt er með vinnu ekki aðstoðarhæft. Nemendur 18 ára og eldri í iðn- og verknámi geta notið námsaðstoðar. Styrkhæfi og endurgreiðsluskilmálar verða nú áþekkir hinum Norðurlöndunum. Veitt verður námsaðstoð í sjö ár (420 einingar) óháð námsferli í stað 480 eininga þar sem girðingar eru varðandi nýtingu eininga á mismunandi námsstigum, til dæmis er í dag eingöngu lánað fyrir 180 einingum í BA námi.Aðstoð að hámarki í sjö árÁ móti kemur að aðstoð verður að hámarki veitt fyrir 7 ára nám, eða 420 ECTS einingum, í stað 8 ára nú, eða 480 ECTS einingum. Til samanburðar veitir Noregur námsaðstoð fyrir 480 ECTS einingum (8 árum), Danmörk og Svíþjóð fyrir 360 einingum (6 árum) og Finnland fyrir 300 einingum (5 árum). Hámarksendurgreiðslutími lána verður 40 ár, en er 20 ár í Noregi, 7-15 ár í Danmörku, 25 ár í Svíþjóð og 30 ár í Finnlandi.Engin námsaðstoð fyrir 60 ára og eldriUppgreiðslu skal ávallt vera lokið fyrir 67 ára aldur, en sambærilegt skilyrði miðast við 65 ára aldur í Noregi og 60 ár í Svíþjóð. Námsaðstoð ríkisins verður ekki veitt 60 ára og eldri, en slík aðstoð er ekki veitt 45-65 ára og eldri í Noregi né 57 ára og eldri í Svíþjóð. Endurgreiðslur verða fastar mánaðarlegar afborganir líkt og er á öllum hinum Norðurlöndunum, í stað tekjutengdra afborgana eins og nú er.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira