Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2016 15:13 Frá Leifsstöð í dag. Eze Okafor, hælisleitandi sem sendur var af landi brott í dag, ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð af lögreglumönnum. Lögmaður hans og samtökin No Borders telja að brottvísun Okafor sé ólögleg. Útlendingastofnun vísar því á bug. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Okafor er kristinn og flúði til Svíþjóðar eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið hans árið 2011. Frá Svíþjóð kom hann til Íslands ári síðar. Í samtali við fréttastofu 365 fyrr í mánuðinum sagði hann að samtökin vildu hann feigan og að einn daginn hafi þau ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin.Tvær konur voru handteknar eftir að hafa tafið för flugvélar Icelandair sem flutti Okafor til Stokkhólms í morgun. Stóðu þær upp og hvöttu aðra farþega til þess að gera slíkt hið sama svo koma mætti í veg fyrir að Okafor yrði fluttur úr landi. Telja frávísun Okafor ólöglega Konurnar voru meðlimir í No Borders, samtökum sem berjast fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Telja samtökin að brottvísun Okafor sé ólögleg og vísa til úrskurðar kærunefndar útlendingamála að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem viðkomandi sækir um hæli í innan Evrópu. Í tilviki Okafor er það Svíþjóð. Lögmaður Eze Okafor, Katrín Theodórsdóttir, hefur gagnrýnt málsmeðferð Útlendingastofnunar vegna málefna sem nýlega var neitað um neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar. Var sú ákvörðun kærð til kærunefnd útlendingamála og telja Katrín og No Borders að með úrskurði sínum þann 10. maí hafi kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að sex mánaða fresturinn til að endursenda hann til Svíþjóðar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri liðinn, því ætti að taka umsókn Okafor um hæli hér á landi til efnislegrar umfjöllunar.Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.Vísir/StefánSegja að sex mánaða fresturinn hafi framlengst Þessu vísar Útlendingastofnun á bug og í tilkynningu sem hún sendi frá sér bendir hún á að sérstaklega sé tekið fram í úrskurðinum að ekki sé fjallað um hvort heimild til endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sé enn gild og ekki er tekin afstaða til þess í úrskurðinum. Sex mánaða fresturinn byrjar að telja þegar endanleg ákvörðun íslensks stjórnvalds liggur fyrir og í tilfelli Okafor rann sá frestur út í apríl 2016. Í Dyflinnarreglugerðinni kemur hinsvegar fram að fresturinn framlengist takist ekki að framkvæma flutning vegna þess að viðkomandi sé í fangelsi eða hlaupist á brott. Í yfirlýsingu Útlendingarstofnunar kemur fram að að umbjóðenda Okafor hafi verið greint frá því þann 20. maí að vegna háttsemi umbjóðanda hennar hafi fresturinn framlengst. Okafor hafi svo gefið sig fram á skrifstofu Útlendingastofnunar hinn 17. maí og var honum þá gert fyrir að honum yrði vísað úr landi til Svíþjóðar eins fljótt og auðið yrði. Var Okafor færður á lögreglustöð í gær og fluttur landi brott í dag. Flóttamenn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Eze Okafor, hælisleitandi sem sendur var af landi brott í dag, ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð af lögreglumönnum. Lögmaður hans og samtökin No Borders telja að brottvísun Okafor sé ólögleg. Útlendingastofnun vísar því á bug. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Okafor er kristinn og flúði til Svíþjóðar eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið hans árið 2011. Frá Svíþjóð kom hann til Íslands ári síðar. Í samtali við fréttastofu 365 fyrr í mánuðinum sagði hann að samtökin vildu hann feigan og að einn daginn hafi þau ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin.Tvær konur voru handteknar eftir að hafa tafið för flugvélar Icelandair sem flutti Okafor til Stokkhólms í morgun. Stóðu þær upp og hvöttu aðra farþega til þess að gera slíkt hið sama svo koma mætti í veg fyrir að Okafor yrði fluttur úr landi. Telja frávísun Okafor ólöglega Konurnar voru meðlimir í No Borders, samtökum sem berjast fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Telja samtökin að brottvísun Okafor sé ólögleg og vísa til úrskurðar kærunefndar útlendingamála að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem viðkomandi sækir um hæli í innan Evrópu. Í tilviki Okafor er það Svíþjóð. Lögmaður Eze Okafor, Katrín Theodórsdóttir, hefur gagnrýnt málsmeðferð Útlendingastofnunar vegna málefna sem nýlega var neitað um neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar. Var sú ákvörðun kærð til kærunefnd útlendingamála og telja Katrín og No Borders að með úrskurði sínum þann 10. maí hafi kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að sex mánaða fresturinn til að endursenda hann til Svíþjóðar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri liðinn, því ætti að taka umsókn Okafor um hæli hér á landi til efnislegrar umfjöllunar.Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.Vísir/StefánSegja að sex mánaða fresturinn hafi framlengst Þessu vísar Útlendingastofnun á bug og í tilkynningu sem hún sendi frá sér bendir hún á að sérstaklega sé tekið fram í úrskurðinum að ekki sé fjallað um hvort heimild til endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sé enn gild og ekki er tekin afstaða til þess í úrskurðinum. Sex mánaða fresturinn byrjar að telja þegar endanleg ákvörðun íslensks stjórnvalds liggur fyrir og í tilfelli Okafor rann sá frestur út í apríl 2016. Í Dyflinnarreglugerðinni kemur hinsvegar fram að fresturinn framlengist takist ekki að framkvæma flutning vegna þess að viðkomandi sé í fangelsi eða hlaupist á brott. Í yfirlýsingu Útlendingarstofnunar kemur fram að að umbjóðenda Okafor hafi verið greint frá því þann 20. maí að vegna háttsemi umbjóðanda hennar hafi fresturinn framlengst. Okafor hafi svo gefið sig fram á skrifstofu Útlendingastofnunar hinn 17. maí og var honum þá gert fyrir að honum yrði vísað úr landi til Svíþjóðar eins fljótt og auðið yrði. Var Okafor færður á lögreglustöð í gær og fluttur landi brott í dag.
Flóttamenn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira