Erlent

Trump búinn að ná meirihluta

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Donald Trump, forsetaframbjóðendaefni Repúblikanaflokksins, hefur tryggt sér nógu marga kjörmenn til þess að hljóta tilnefningu flokksins á flokksþingi í júlí. AP fréttaveitan ræddi við nokkra kjörmenn sem höfðu ekki ákveðið sig enn um hvort þeir myndu styðja Trump og voru nokkrir sem lýstu yfir stuðningi við hann.

Með því hefur hann nú náð þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér tilnefningu Repúblikana.

Enn eru 303 kjörmenn í pottinum en forvöl eiga eftir að fara fram í fimm ríkjum þann 7. júní. Þar sem Trump er einn í framboði þykir nánast öruggt að hann muni bæta verulega við sig kjörmönnum og þannig komast hjá miklum deilum á á flokksþingi Repúblikana í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×