Erlent

Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta

Samúel Karl Ólason skrifar
Hillary Clinton.
Hillary Clinton. Vísir/EPA
Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. Þeir voru sagðir gera viðkvæmt efni berskjaldað fyrir tölvuþrjótum. Þetta eru niðurstöður óháðrar rannsóknarnefndar og segja rannsakendur að aðstoðarmenn Clinton hafi látið allt tal um öryggishættu sem vind um eyru fjúka.

Á árunum 2009 til 2013, þegar Clinton var utanríkisráðherra, var hún með eigin vefþjón fyrir tölvupósta sína í trássi við reglugerðir ráðuneytisins.

Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem hefur niðurstöður nefndarinnar undir höndum, sýndi Clinton aldrei fram á að vefþjónn hennar og sími stæðust öryggiskröfur háttsettra embættismanna í Bandaríkjunum.

Sjálf segir Hillary Clinton að tölvuþrjótum hafi aldrei tekist að brjóta niður varnir vefþjóns hennar.

Þá kemur fram í skýrslunni að fimm síðustu utanríkisráðherra Bandaríkjanna notuðust við svipaða vefþjóna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×