Ríkisstjórnin hafi sýnt kæruleysi þegar komi að málefnum ferðamanna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 15:35 Róbert Marshall Vísir/gva Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem búist sé við í sumar líkt og staðan sé nú. Stjórnvöld hafi látið lausatök og kæruleysi ráða för þegar komi að málefnum ferðamanna. Róbert lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu mála á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt til þess að undirbúa eitt mesta ferðamannasumar sögunnar. Hann sagðist hafa farið á Þingvelli í gær til þess að skoða gjaldtökuna sem nýlega var tekin upp. Ástandið hafi verið langt frá því að vera gott. „Það er skemmst frá því að segja að bílastæðin við Hakið eru sprungin og það var stór löng biðröð við stöðumælinn þar sem menn greiða fyrir að leggja. Nú er það því miður þannig að það er gríðarlegur straumur á mjög marga ferðamannastaði, sem er jákvætt út af fyrir sig, en þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum mikla straumi,“ sagði Róbert. Hann sagði að ítrekað hafi verið bent á þetta, óskað eftir svörum og spurt um efndir en að ekkert bóli á lausnum. „Samgöngukerfi landsins liggur undir skemmdum. Sameiginlegar eignir okkar landsmanna í þeim infrastrúktúr eru að rýrna. Eignir okkar eru að rýrna á uppgangstíma vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur látið lausatök og kæruleysi vera einkennisorð sinnar stjórnartíðar. Það eru lausatök á öllum sviðum hins íslenska stjórnkerfis,“ sagði Róbert. Það sé að koma í ljós núna, enda séu Íslendingar algjörlega óundirbúnir til þess að taka við því sem við blasi. „Stærsta ferðasumar lýðveldissögunnar er fram undan.“ Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem búist sé við í sumar líkt og staðan sé nú. Stjórnvöld hafi látið lausatök og kæruleysi ráða för þegar komi að málefnum ferðamanna. Róbert lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu mála á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt til þess að undirbúa eitt mesta ferðamannasumar sögunnar. Hann sagðist hafa farið á Þingvelli í gær til þess að skoða gjaldtökuna sem nýlega var tekin upp. Ástandið hafi verið langt frá því að vera gott. „Það er skemmst frá því að segja að bílastæðin við Hakið eru sprungin og það var stór löng biðröð við stöðumælinn þar sem menn greiða fyrir að leggja. Nú er það því miður þannig að það er gríðarlegur straumur á mjög marga ferðamannastaði, sem er jákvætt út af fyrir sig, en þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum mikla straumi,“ sagði Róbert. Hann sagði að ítrekað hafi verið bent á þetta, óskað eftir svörum og spurt um efndir en að ekkert bóli á lausnum. „Samgöngukerfi landsins liggur undir skemmdum. Sameiginlegar eignir okkar landsmanna í þeim infrastrúktúr eru að rýrna. Eignir okkar eru að rýrna á uppgangstíma vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur látið lausatök og kæruleysi vera einkennisorð sinnar stjórnartíðar. Það eru lausatök á öllum sviðum hins íslenska stjórnkerfis,“ sagði Róbert. Það sé að koma í ljós núna, enda séu Íslendingar algjörlega óundirbúnir til þess að taka við því sem við blasi. „Stærsta ferðasumar lýðveldissögunnar er fram undan.“
Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira