Costco opnar í nóvember Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2016 11:43 Costco er bandarísk verslunarkeðja sem er með verslanir á yfir 600 stöðum víðsvegar um heim. Vísir/AFP Bandaríska verslunarkeðjan Costco opnar verslun sína í Garðabæ í nóvember ef allt gengur að óskum. Framkvæmdir eiga að hefjast nú í júní. Þetta segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, en hann tók létt spjall við Bylgjumenn í Bítinu í morgun. „Skipulagsstofnun hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Það var spurning um stækkun á húsnæði sem þeir hyggjast vera í og lóð undir bensíndælur. Það er búið að samþykkja skipulagið og nú er það í eðlilegu ferli. Ég geri ráð fyrir því að Costco hefji framkvæmdir þarna í byrjun júní ef allt gengur eftir og að þeir stefni á að opna í nóvember,“ segir Gunnar.Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Verslunin mun rísa við Kauptúnið í Garðabæ en kaupsamningur um húsnæðið var undirritaður síðasta sumar. Húsnæðið verður allt að fjórtán þúsund fermetrar að stærð en vöruúrvalið verður gríðarlegt í versluninni. Ekki verður aðeins um matvöru að ræða heldur verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. „Ég er enginn sérfræðingur í Costco málum, eins og þetta snýr að okkur þá varðar þetta bara skipulagsmálin. En mér skilst að þetta sé svona meðlimaverslun, að þú verðir að vera meðlimur í versluninni getum við sagt en að þarna fáist allt milli himins og jarðar. Ég hef reyndar ekki komið inn í svona verslun sjálfur,“ segir Gunnar. Costco er aðeins opin meðlimum og býður upp á þrjár tegundir aðildar; fyrir einstaklinga, fyrirtæki og svo úrvalsaðild. Fyrirtækjaaðild er ætluð fyrirtækjum af öllum gerðum, þó með áherslu á að sinna þörfum smærri fyrirtækja. Einstaklingsaðild er ætluð öllum öðrum. Engar takmarkanir hvíla á aðildinni að undanskildu árgjaldi, en upphæð gjaldsins hefur enn ekki verið ákveðin. Árgjaldinu er ætlað að standa straum af óbeinum viðskiptakostnaði og gera að verkum að hægt sé að selja vörur á sem lægstu verði. Meðlimir Costco á heimsvísu eru nú yfir 71 milljón talsins.Boða bensín og lækkað vöruverð Eins og kunnugt er hyggjast Costco-menn einnig opna bensínstöð við verslunina. „Það er búið að veita leyfi fyrir bensíndælu hjá Toyota og frágangurinn á þessu er með þeim hætti að það er engin hætta á neinni mengun. Við höfum staðið mjög fast í lappirnar hvað það varðar,“ segir Gunnar aðspurður um hættuna af því að opna bensínstöð á þessu svæði. Toyta bílaumboðið stendur einnig við Kauptún. „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði. Það er það sem þessir ágætu aðilar hafa boðað. Það er það sem mér finnst ánægjuefnið í þessu.“ Garðabær hefur aðeins óbeinar tekjur af rekstrinum Gunnar hefur ekki fundið fyrir titringi hjá samkeppnisaðilum verslunarinnar en að eðlilegt sé að samkeppnisaðilar fylgist með. Hagar hafa reyndar gert athugasemd við fyrirhugað dekkjaverkstæði verslunarinnar. Garðabær hefur að sögn bæjarstjórans engar beinar tekjur af opnun verslunarinnar. „Það sem við höfum eru bara fasteignagjöld af eignunum. Þarna er stækkun á verslunarrýminu þannig að við höfum þær tekjur. En aðrar tekjur höfum við ekki nema að þetta skapar störf og þetta lyftir upp þessu svæði, Kauptúninu. Það eru svona óbeinar tekjur af því.“ Tengdar fréttir Kaupás skoðar bensínsölu við verslanir Krónunnar Krónan skoðar það að selja bensín annað hvort undir nafni Krónunnar eða í samstarfi við annan aðila. 29. september 2015 12:21 Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53 Ráðleggur gegn kaupum á hlutabréfum Costco Blaðamaður Wall Street Journal segir hlutabréfaverð Costco of hátt. 1. október 2015 16:03 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bandaríska verslunarkeðjan Costco opnar verslun sína í Garðabæ í nóvember ef allt gengur að óskum. Framkvæmdir eiga að hefjast nú í júní. Þetta segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, en hann tók létt spjall við Bylgjumenn í Bítinu í morgun. „Skipulagsstofnun hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Það var spurning um stækkun á húsnæði sem þeir hyggjast vera í og lóð undir bensíndælur. Það er búið að samþykkja skipulagið og nú er það í eðlilegu ferli. Ég geri ráð fyrir því að Costco hefji framkvæmdir þarna í byrjun júní ef allt gengur eftir og að þeir stefni á að opna í nóvember,“ segir Gunnar.Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Verslunin mun rísa við Kauptúnið í Garðabæ en kaupsamningur um húsnæðið var undirritaður síðasta sumar. Húsnæðið verður allt að fjórtán þúsund fermetrar að stærð en vöruúrvalið verður gríðarlegt í versluninni. Ekki verður aðeins um matvöru að ræða heldur verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. „Ég er enginn sérfræðingur í Costco málum, eins og þetta snýr að okkur þá varðar þetta bara skipulagsmálin. En mér skilst að þetta sé svona meðlimaverslun, að þú verðir að vera meðlimur í versluninni getum við sagt en að þarna fáist allt milli himins og jarðar. Ég hef reyndar ekki komið inn í svona verslun sjálfur,“ segir Gunnar. Costco er aðeins opin meðlimum og býður upp á þrjár tegundir aðildar; fyrir einstaklinga, fyrirtæki og svo úrvalsaðild. Fyrirtækjaaðild er ætluð fyrirtækjum af öllum gerðum, þó með áherslu á að sinna þörfum smærri fyrirtækja. Einstaklingsaðild er ætluð öllum öðrum. Engar takmarkanir hvíla á aðildinni að undanskildu árgjaldi, en upphæð gjaldsins hefur enn ekki verið ákveðin. Árgjaldinu er ætlað að standa straum af óbeinum viðskiptakostnaði og gera að verkum að hægt sé að selja vörur á sem lægstu verði. Meðlimir Costco á heimsvísu eru nú yfir 71 milljón talsins.Boða bensín og lækkað vöruverð Eins og kunnugt er hyggjast Costco-menn einnig opna bensínstöð við verslunina. „Það er búið að veita leyfi fyrir bensíndælu hjá Toyota og frágangurinn á þessu er með þeim hætti að það er engin hætta á neinni mengun. Við höfum staðið mjög fast í lappirnar hvað það varðar,“ segir Gunnar aðspurður um hættuna af því að opna bensínstöð á þessu svæði. Toyta bílaumboðið stendur einnig við Kauptún. „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði. Það er það sem þessir ágætu aðilar hafa boðað. Það er það sem mér finnst ánægjuefnið í þessu.“ Garðabær hefur aðeins óbeinar tekjur af rekstrinum Gunnar hefur ekki fundið fyrir titringi hjá samkeppnisaðilum verslunarinnar en að eðlilegt sé að samkeppnisaðilar fylgist með. Hagar hafa reyndar gert athugasemd við fyrirhugað dekkjaverkstæði verslunarinnar. Garðabær hefur að sögn bæjarstjórans engar beinar tekjur af opnun verslunarinnar. „Það sem við höfum eru bara fasteignagjöld af eignunum. Þarna er stækkun á verslunarrýminu þannig að við höfum þær tekjur. En aðrar tekjur höfum við ekki nema að þetta skapar störf og þetta lyftir upp þessu svæði, Kauptúninu. Það eru svona óbeinar tekjur af því.“
Tengdar fréttir Kaupás skoðar bensínsölu við verslanir Krónunnar Krónan skoðar það að selja bensín annað hvort undir nafni Krónunnar eða í samstarfi við annan aðila. 29. september 2015 12:21 Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53 Ráðleggur gegn kaupum á hlutabréfum Costco Blaðamaður Wall Street Journal segir hlutabréfaverð Costco of hátt. 1. október 2015 16:03 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Kaupás skoðar bensínsölu við verslanir Krónunnar Krónan skoðar það að selja bensín annað hvort undir nafni Krónunnar eða í samstarfi við annan aðila. 29. september 2015 12:21
Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53
Ráðleggur gegn kaupum á hlutabréfum Costco Blaðamaður Wall Street Journal segir hlutabréfaverð Costco of hátt. 1. október 2015 16:03