Segist ná hagstæðum kjörum með útboði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Fjórir söluaðilar á rafmagni svöruðu kalli Hafnarfjarðar. Vísir/Valli Eftir útboð hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt að leita eftir samningum um kaup á rafmagni frá Orkusölunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð bæjarins hefur falið umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar að leita samninga. Bærinn fól EFLU verkfræðistofu að hafa umsjón með útboði á raforkukaupum bæjarins. Það var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og var sérstaklega sent seljendum raforku. Tilboð barst frá fjórum fyrirtækjum og var Orka náttúrunnar með lægsta boð. HS orka skilaði inn tilboði sem var sex prósentum hærra en tilboð Orkusölunnar. Orka náttúrunnar skilaði inn 16 prósentum hærra tilboði og Fallorka 19 prósentum hærra. Í niðurstöðu EFLU kemur fram að lægsta tilboð sé fjórðungi lægra en útgefnir orkutaxtar og mat stofunnar sé að tilboðið sé hagstæðara en önnur tilboð sem bænum bárust. Ef horft er til samningsins sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur við Fallorku í dag og þau verð sem gilda í dag er þetta um það bil fimm prósenta hækkun á heildarkostnaði vegna raforkukaupa, segir í niðurstöðunni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmFélag atvinnurekenda hefur bent á að hægt sé að spara opinbert fjármagn með virkari útboðum af hálfu hins opinbera. FA stóð fyrir fundi um málefnið síðasta þriðjudag. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, var á meðal frummælenda en hann telur að fjölmörg vannýtt tækifæru séu í því að halda opin útboð. Fjárlaganefnd tók saman upplýsingar um útboð hjá stofnunum og fyrirtækjum ríkisins. „Við tókum fyrir allt það sem ætti að vera algjörlega einfalt. Til dæmis raforku sem maður skyldi ætla að væri einfaldasta mál í heimi að bjóða út,“ sagði Guðlaugur Þór á fundinum. Af 160 stofnunum hins opinbera hafi hins vegar bara 7,5 prósent boðið út rafmagnið og 50 prósent boðið út innkaup. Hann sagði að ýmsar stofnanir væru ekki tilbúnar að spara með útboðum. „Stofnanir sem bjóða ekki út hljóta að hafa of mikið á milli handanna og þarf þá að skera sérstaklega niður hjá þeim,“ sagði Guðlaugur. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Eftir útboð hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt að leita eftir samningum um kaup á rafmagni frá Orkusölunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð bæjarins hefur falið umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar að leita samninga. Bærinn fól EFLU verkfræðistofu að hafa umsjón með útboði á raforkukaupum bæjarins. Það var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og var sérstaklega sent seljendum raforku. Tilboð barst frá fjórum fyrirtækjum og var Orka náttúrunnar með lægsta boð. HS orka skilaði inn tilboði sem var sex prósentum hærra en tilboð Orkusölunnar. Orka náttúrunnar skilaði inn 16 prósentum hærra tilboði og Fallorka 19 prósentum hærra. Í niðurstöðu EFLU kemur fram að lægsta tilboð sé fjórðungi lægra en útgefnir orkutaxtar og mat stofunnar sé að tilboðið sé hagstæðara en önnur tilboð sem bænum bárust. Ef horft er til samningsins sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur við Fallorku í dag og þau verð sem gilda í dag er þetta um það bil fimm prósenta hækkun á heildarkostnaði vegna raforkukaupa, segir í niðurstöðunni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmFélag atvinnurekenda hefur bent á að hægt sé að spara opinbert fjármagn með virkari útboðum af hálfu hins opinbera. FA stóð fyrir fundi um málefnið síðasta þriðjudag. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, var á meðal frummælenda en hann telur að fjölmörg vannýtt tækifæru séu í því að halda opin útboð. Fjárlaganefnd tók saman upplýsingar um útboð hjá stofnunum og fyrirtækjum ríkisins. „Við tókum fyrir allt það sem ætti að vera algjörlega einfalt. Til dæmis raforku sem maður skyldi ætla að væri einfaldasta mál í heimi að bjóða út,“ sagði Guðlaugur Þór á fundinum. Af 160 stofnunum hins opinbera hafi hins vegar bara 7,5 prósent boðið út rafmagnið og 50 prósent boðið út innkaup. Hann sagði að ýmsar stofnanir væru ekki tilbúnar að spara með útboðum. „Stofnanir sem bjóða ekki út hljóta að hafa of mikið á milli handanna og þarf þá að skera sérstaklega niður hjá þeim,“ sagði Guðlaugur. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira