Ólafur Ragnar sæmdur æðstu orðu Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2016 21:10 Lars-Emil Johansen, forseti grænlenska þingsins, veitti forseta Íslands gullorðuna. Mynd/Grænlenska þingið. Grænlendingar hafa heiðrað Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, með gullorðu grænlenska þingsins, Nersornaat. Þingforseti Grænlands, Lars-Emil Johansen, veitti Ólafi orðuna við hátíðlega athöfn á lokadegi Grænlandsráðstefnu Arctic Circle í Nuuk á fimmtudag. Nersornaat-orðan úr gulli er æðsta viðurkenning sem Grænlendingar veita en hún er einnig veitt sem silfurorða. Meðal annarra sem hlotið hafa gullorðuna eru Jonathan Mozfeldt, Margrét Danadrottning, Friðrik krónprins, Poul Schlüter og Uffe Elleman-Jensen. Ólafi Ragnari er veitt orðan fyrir framlag sitt og forystu í málefnum Norðurslóða og fyrir samstarf við Grænland. Í ávarpi sínu sagði Lars-Emil Johansen meðal annars að það hefði þurft víking til að takast á við þær áskoranir sem Ísland hefði gengið í gegnum á undanförnum árum. Forseti Íslands hefði hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir sitt innlegg þegar fjármálakreppan herjaði á Ísland. “Þér voruð hinn rétti víkingur, og Ísland á sannarlega bjarta framtíð, sem við höfum fylgst grannt með af okkar breiddargráðu,” sagði Lars-Emil, að því er fram kemur í umfjöllun grænlenskra fjölmiðla um orðuveitinguna, bæði á netmiðli Sermitsiaq og grænlenska sjónvarpsins KNR. Hann sagði Vestnorræna ráðið hafa notið velvilja Ólafs Ragnars, sem hefði kynnt mikilvægi þessa samstarfs. Meðal annars þessvegna hefðu vestnorrænu ríkin komist á heimskortið, þar á meðal Grænland. Í frétt á heimasíðu forsetaembættisins segir að forseti Íslands hafi í ávarpi þakkað þann mikla heiður sem sér væri sýndur. Forsetinn hafi lýst samstarfi sínu við forystumenn Grænlands og hve mikilvæg staða Grænlands væri í framtíðarskipan Norðurslóða. Hann væri djúpt snortinn vegna ákvörðunar grænlenska þingsins um að veita sér þennan heiður.Lars-Emil Johansen óskar Ólafi Ragnari til hamingju.Mynd/Grænlenska þingið. Tengdar fréttir Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Grænlendingar hafa heiðrað Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, með gullorðu grænlenska þingsins, Nersornaat. Þingforseti Grænlands, Lars-Emil Johansen, veitti Ólafi orðuna við hátíðlega athöfn á lokadegi Grænlandsráðstefnu Arctic Circle í Nuuk á fimmtudag. Nersornaat-orðan úr gulli er æðsta viðurkenning sem Grænlendingar veita en hún er einnig veitt sem silfurorða. Meðal annarra sem hlotið hafa gullorðuna eru Jonathan Mozfeldt, Margrét Danadrottning, Friðrik krónprins, Poul Schlüter og Uffe Elleman-Jensen. Ólafi Ragnari er veitt orðan fyrir framlag sitt og forystu í málefnum Norðurslóða og fyrir samstarf við Grænland. Í ávarpi sínu sagði Lars-Emil Johansen meðal annars að það hefði þurft víking til að takast á við þær áskoranir sem Ísland hefði gengið í gegnum á undanförnum árum. Forseti Íslands hefði hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir sitt innlegg þegar fjármálakreppan herjaði á Ísland. “Þér voruð hinn rétti víkingur, og Ísland á sannarlega bjarta framtíð, sem við höfum fylgst grannt með af okkar breiddargráðu,” sagði Lars-Emil, að því er fram kemur í umfjöllun grænlenskra fjölmiðla um orðuveitinguna, bæði á netmiðli Sermitsiaq og grænlenska sjónvarpsins KNR. Hann sagði Vestnorræna ráðið hafa notið velvilja Ólafs Ragnars, sem hefði kynnt mikilvægi þessa samstarfs. Meðal annars þessvegna hefðu vestnorrænu ríkin komist á heimskortið, þar á meðal Grænland. Í frétt á heimasíðu forsetaembættisins segir að forseti Íslands hafi í ávarpi þakkað þann mikla heiður sem sér væri sýndur. Forsetinn hafi lýst samstarfi sínu við forystumenn Grænlands og hve mikilvæg staða Grænlands væri í framtíðarskipan Norðurslóða. Hann væri djúpt snortinn vegna ákvörðunar grænlenska þingsins um að veita sér þennan heiður.Lars-Emil Johansen óskar Ólafi Ragnari til hamingju.Mynd/Grænlenska þingið.
Tengdar fréttir Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15