Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. maí 2016 14:45 Andri Snær er í framboði til forseta Íslands. Vísir/Katrín Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, segir að sér þyki fáránlegt að gagnrýna aðra frambjóðendur fyrir það að hafa verið „svo góðir í sjónvarpi.“ Andri var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi í morgun. Andri var spurður út í gagnrýni Guðna Th Jóhannssonar á ákveðnum stefnumálum sínum en Guðni nefndi að mörg málanna sem Andri brennur fyrir sýndu í raun að hann ætti heima í kosningabaráttu til Alþingis. Andri telur að svo sé engan veginn, forsetinn geti sett þau mál á dagskrá sem hann brennur fyrir. „Ég tel klárlega að það sem ég hef verið að gera síðastliðin ár, til dæmis að tala við börn um hugmyndir, lýðræði, hugsjónir, tungumálið; á Alþingi myndi ég ekki vera að tala við komandi kynslóðir um þessi mikilvægu mál,“ útskýrir Andri. Hann telur mikilvægt að embættið ræði þessa hluti við börn svo þau fái áhuga á menningararfi þjóðarinnar og tungumálinu.Vongóður um jákvætt gengi „Ég er að tala um hálendið og náttúruna okkar. Yfirleitt ekki við börn heldur þjóðina. Við stöndum ákveðnum tímamótum og ég tel forsetinn verði að greina þjóðarhagsmuni, það hlýtur að vera hans hlutverk. Við vitum að við stöndum á tímamótum hvað varðar þessa þjóðarhagsmuni. Embættið hefur ef til vill á síðustu árum ekki tekið nægilega sterkt til orða vegna þess að menn hafa farið mjög óvarlega í umgengni við auðlindir okkar. Hagnaðurinn af þessum auðlindum lekur úr landi. Þetta embætti sem hefur ákveðið vald til að setja mál á dagskrá hefði mátt biðja okkur um að fara varlegar í þessum málum.“ Andri segir kosningabaráttuna varla byrjaða. Hann er ekkert örvæntingarfullur þrátt fyrir gríðarlegt fylgi Guðna Th. „Ég er mjög vongóður.“ „Það var einhver umræða um að einn frambjóðandi hefði fengið of mikið pláss í sjónvarpi og verið of góður. Mér finnst fáránlegt að kvarta yfir því að einhver hafi verið of góður í sjónvarpinu. Ef menn eru of góðir þá eru þeir bara góðir á sínum forsendum.“ Andri vísar þarna í umfjöllun sem hefur verið um fjölmiðlaumfjöllun í kringum forsetakosningarnar. Sumir frambjóðenda hafa haldið því fram að fjölmiðlar hafi skapað frambjóðandann með mesta fylgið og gert honum hærra undir höfði í fjölmiðlum en öðrum. Andri er mótfallinn því að tala um slíkt. „Hann var bara mjög góður,“ segir Andri afdráttarlaus. „Eins og að kvarta yfir því að einhver íþróttafréttamaður færi í framboð af því að hann hefði lýst einhverjum leik svo vel,“ segir Andri og hlær. Alþingi Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, segir að sér þyki fáránlegt að gagnrýna aðra frambjóðendur fyrir það að hafa verið „svo góðir í sjónvarpi.“ Andri var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi í morgun. Andri var spurður út í gagnrýni Guðna Th Jóhannssonar á ákveðnum stefnumálum sínum en Guðni nefndi að mörg málanna sem Andri brennur fyrir sýndu í raun að hann ætti heima í kosningabaráttu til Alþingis. Andri telur að svo sé engan veginn, forsetinn geti sett þau mál á dagskrá sem hann brennur fyrir. „Ég tel klárlega að það sem ég hef verið að gera síðastliðin ár, til dæmis að tala við börn um hugmyndir, lýðræði, hugsjónir, tungumálið; á Alþingi myndi ég ekki vera að tala við komandi kynslóðir um þessi mikilvægu mál,“ útskýrir Andri. Hann telur mikilvægt að embættið ræði þessa hluti við börn svo þau fái áhuga á menningararfi þjóðarinnar og tungumálinu.Vongóður um jákvætt gengi „Ég er að tala um hálendið og náttúruna okkar. Yfirleitt ekki við börn heldur þjóðina. Við stöndum ákveðnum tímamótum og ég tel forsetinn verði að greina þjóðarhagsmuni, það hlýtur að vera hans hlutverk. Við vitum að við stöndum á tímamótum hvað varðar þessa þjóðarhagsmuni. Embættið hefur ef til vill á síðustu árum ekki tekið nægilega sterkt til orða vegna þess að menn hafa farið mjög óvarlega í umgengni við auðlindir okkar. Hagnaðurinn af þessum auðlindum lekur úr landi. Þetta embætti sem hefur ákveðið vald til að setja mál á dagskrá hefði mátt biðja okkur um að fara varlegar í þessum málum.“ Andri segir kosningabaráttuna varla byrjaða. Hann er ekkert örvæntingarfullur þrátt fyrir gríðarlegt fylgi Guðna Th. „Ég er mjög vongóður.“ „Það var einhver umræða um að einn frambjóðandi hefði fengið of mikið pláss í sjónvarpi og verið of góður. Mér finnst fáránlegt að kvarta yfir því að einhver hafi verið of góður í sjónvarpinu. Ef menn eru of góðir þá eru þeir bara góðir á sínum forsendum.“ Andri vísar þarna í umfjöllun sem hefur verið um fjölmiðlaumfjöllun í kringum forsetakosningarnar. Sumir frambjóðenda hafa haldið því fram að fjölmiðlar hafi skapað frambjóðandann með mesta fylgið og gert honum hærra undir höfði í fjölmiðlum en öðrum. Andri er mótfallinn því að tala um slíkt. „Hann var bara mjög góður,“ segir Andri afdráttarlaus. „Eins og að kvarta yfir því að einhver íþróttafréttamaður færi í framboð af því að hann hefði lýst einhverjum leik svo vel,“ segir Andri og hlær.
Alþingi Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06
Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent