Enski boltinn

Pardew baðst afsökunar á danssporunum

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hefur beðiðst afsökunar á dansinum sem hann tók eftir mark Jason Puncheon í úrslitaleik FA-bikarsins í gær en dansinn vakti mikla athygli.

Puncheon sem kom inná sem varamaður stuttu áður kom Crystal Palace yfir tuttugu mínútum fyrir leikslok og tók Pardew skemmtileg dansspor beint fyrir framan varamannabekk Manchester United.

Sjá einnig:Sér Pardew eftir þessum sporum? | Sjáðu dansinn

Hann fékk það þó heldur betur í bakið því stuttu síðar jafnaði Juan Mata metin og þurfti því framlengingu til að útkljá leikinn.

Þar skoraði Jesse Lingard eina markið fyrir Manchester United og þurfti Crystal Palace því að sætta sig við tap.

„Ég naut þess þegar Jason skoraði. Þetta var bikarúrslitaleikur og það er erfitt að njóta stundarinnar. Ég verð að vonast til þess að fólk fyrirgefi mér fyrir dansinn þar sem ég var aðeins að leyfa mér að njóta þess,“ sagði Pardew sem var óánægður með dómgæsluna í gær.

„Það voru nokkrar stórar ákvarðanir sem fóru gegn okkur. Connor Wickham slapp einn í gegn en hann ákvað að flauta aukaspyrnu, Zaha átti að fá vítaspyrnu en svona er þetta bara. Leikmennirnir mínir gáfu allt í þennan leik og áttu skilið að vinna en fótboltinn getur verið svona.“ 


Tengdar fréttir

Sér Pardew eftir þessum sporum? | Sjáðu dansinn

Knattspyrnustjóri Crystal Palace tók létt dansspor eftir að Jason Puncheon kom Crystal Palace yfir í úrslitum enska bikarsins í dag en það kom heldur betur í bakið á honum stuttu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×