Van Gaal hefur verið undir mikilli pressu undanfarnar vikur en liðinu mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.
Hafa stuðningsmenn liðsins margir verið ósáttir með spilamennsku liðsins og stefnu liðsins undir stjórn Van Gaal.
Sjá einnig:Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin
Undir hans stjórn vann Manchester United hinsvegar enska bikarinn í kvöld í tólfta sinn í sögu félagsins og jafnaði með því met Arsenal yfir flesta bikarmeistaratitla.
Greinir BBC frá því að stjórn Manchester United hafi þegar tekið ákvörðun og að honum verði sagt upp á mánudaginn svo að hægt sé að tilkynna ráðningu Jose Mourinho daginn eftir.
Manchester United will appoint Jose Mourinho as their new manager, BBC Sport understands. https://t.co/VYeo05GLWl pic.twitter.com/FwlfkPwyEU
— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2016