Enski boltinn

BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Van Gaal ásamt David De Gea með bikarinn fyrr í dag.
Van Gaal ásamt David De Gea með bikarinn fyrr í dag. Vísir/Getty
Enska fréttaveitan BBC greinir frá því á síðu sinni í kvöld að Louis Van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, verði sagt upp störfum á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir.

Van Gaal hefur verið undir mikilli pressu undanfarnar vikur en liðinu mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

Hafa stuðningsmenn liðsins margir verið ósáttir með spilamennsku liðsins og stefnu liðsins undir stjórn Van Gaal.

Sjá einnig:Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin



Undir hans stjórn vann Manchester United hinsvegar enska bikarinn í kvöld í tólfta sinn í sögu félagsins og jafnaði með því met Arsenal yfir flesta bikarmeistaratitla.

Greinir BBC frá því að stjórn Manchester United hafi þegar tekið ákvörðun og að honum verði sagt upp á mánudaginn svo að hægt sé að tilkynna ráðningu Jose Mourinho daginn eftir.


Tengdar fréttir

Sér Pardew eftir þessum sporum? | Sjáðu dansinn

Knattspyrnustjóri Crystal Palace tók létt dansspor eftir að Jason Puncheon kom Crystal Palace yfir í úrslitum enska bikarsins í dag en það kom heldur betur í bakið á honum stuttu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×