Erlent

Tveir létu lífið í óeirðum á Græna svæðinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Minnst tveir létu lífið og 60 særðust í átökum á milli mótmælenda og öryggissveita í Bagdad í gær. Þúsundir sjítamúslima ruddu sér leið inn á Græna svæðið svokallaða til að mótmæla spillingu og öryggisástandinu í Írak.

Hermenn skutu raunverulegum kúlum, sem og gúmmíkúlum, að mótmælendum og beittu táragasi gegn þeim.

Fuad Masum, forseti landsins, kallaði eftir því í dag að mótmælendur færu eftir lögum og færu ekki offorsi. Í tilkynningu á vef embættisins segir að ofbeldisfull mótmæli dreifi athygli öryggissveita frá því að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir í landinu.

Samkvæmt BBC saka mótmælendurnir ríkisstjórnina um að koma ekki á nauðsynlegum endurbótum á meðan ríkið á í basli vegna baráttunnar gegn ISIS sem og vegna mikillar lækkunnar á olíuverði.

Frá jarðaför mótmælendanna tveggja í Bagdad.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×