Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2016 08:43 Víkingaskipið sigldi frá Reykjavík á mánudag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, og áætlar að koma til Quqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, síðdegis í dag, laugardag. Siglingin frá Reykjavík, þaðan sem lagt var upp snemma á mánudagsmorgun, tók því aðeins fimm og hálfan sólarhring. Leiðin milli Íslands og Grænlands er lengsti leggurinn í Ameríkuleiðangrinum, um 1.000 sjómílur. “Veður og vindur hafa verið hagstæð Drekanum og siglingin hefur verið góð,” segir skipstjórinn, Björn Ahlander, í fréttaskeyti frá leiðangrinum. Skipið er þar með komið í Eystribyggð, eins og svæðið hét til forna, en þar var mesta byggðin á tíma norrænu íbúanna. Rústir Hvalseyjarkirkju eru skammt frá Quqortoq en þaðan bárust síðustu fréttir af norræna fólkinu árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir það er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar. Mynni Eiríksfjarðar er einnig skammt undan en þar var Brattahlíð, bær Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar. Þangað er áformað að Drekinn sigli áður en för verður haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu á land. Myndskeið af komu víkingaskipsins til Reykjavíkur má sjá hér.Íslenskir ferðamenn skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum, sem lengst af var helsta valdamiðstöð norrænu byggðarinnar á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, og áætlar að koma til Quqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, síðdegis í dag, laugardag. Siglingin frá Reykjavík, þaðan sem lagt var upp snemma á mánudagsmorgun, tók því aðeins fimm og hálfan sólarhring. Leiðin milli Íslands og Grænlands er lengsti leggurinn í Ameríkuleiðangrinum, um 1.000 sjómílur. “Veður og vindur hafa verið hagstæð Drekanum og siglingin hefur verið góð,” segir skipstjórinn, Björn Ahlander, í fréttaskeyti frá leiðangrinum. Skipið er þar með komið í Eystribyggð, eins og svæðið hét til forna, en þar var mesta byggðin á tíma norrænu íbúanna. Rústir Hvalseyjarkirkju eru skammt frá Quqortoq en þaðan bárust síðustu fréttir af norræna fólkinu árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir það er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar. Mynni Eiríksfjarðar er einnig skammt undan en þar var Brattahlíð, bær Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar. Þangað er áformað að Drekinn sigli áður en för verður haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu á land. Myndskeið af komu víkingaskipsins til Reykjavíkur má sjá hér.Íslenskir ferðamenn skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum, sem lengst af var helsta valdamiðstöð norrænu byggðarinnar á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12
Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00