Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2016 08:43 Víkingaskipið sigldi frá Reykjavík á mánudag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, og áætlar að koma til Quqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, síðdegis í dag, laugardag. Siglingin frá Reykjavík, þaðan sem lagt var upp snemma á mánudagsmorgun, tók því aðeins fimm og hálfan sólarhring. Leiðin milli Íslands og Grænlands er lengsti leggurinn í Ameríkuleiðangrinum, um 1.000 sjómílur. “Veður og vindur hafa verið hagstæð Drekanum og siglingin hefur verið góð,” segir skipstjórinn, Björn Ahlander, í fréttaskeyti frá leiðangrinum. Skipið er þar með komið í Eystribyggð, eins og svæðið hét til forna, en þar var mesta byggðin á tíma norrænu íbúanna. Rústir Hvalseyjarkirkju eru skammt frá Quqortoq en þaðan bárust síðustu fréttir af norræna fólkinu árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir það er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar. Mynni Eiríksfjarðar er einnig skammt undan en þar var Brattahlíð, bær Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar. Þangað er áformað að Drekinn sigli áður en för verður haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu á land. Myndskeið af komu víkingaskipsins til Reykjavíkur má sjá hér.Íslenskir ferðamenn skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum, sem lengst af var helsta valdamiðstöð norrænu byggðarinnar á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, og áætlar að koma til Quqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, síðdegis í dag, laugardag. Siglingin frá Reykjavík, þaðan sem lagt var upp snemma á mánudagsmorgun, tók því aðeins fimm og hálfan sólarhring. Leiðin milli Íslands og Grænlands er lengsti leggurinn í Ameríkuleiðangrinum, um 1.000 sjómílur. “Veður og vindur hafa verið hagstæð Drekanum og siglingin hefur verið góð,” segir skipstjórinn, Björn Ahlander, í fréttaskeyti frá leiðangrinum. Skipið er þar með komið í Eystribyggð, eins og svæðið hét til forna, en þar var mesta byggðin á tíma norrænu íbúanna. Rústir Hvalseyjarkirkju eru skammt frá Quqortoq en þaðan bárust síðustu fréttir af norræna fólkinu árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir það er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar. Mynni Eiríksfjarðar er einnig skammt undan en þar var Brattahlíð, bær Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar. Þangað er áformað að Drekinn sigli áður en för verður haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu á land. Myndskeið af komu víkingaskipsins til Reykjavíkur má sjá hér.Íslenskir ferðamenn skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum, sem lengst af var helsta valdamiðstöð norrænu byggðarinnar á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12
Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00