Erlent

Mesti hiti frá upphafi mælinga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nýtt hitamet var slegið í Indlandi í dag, 51 gráða.
Nýtt hitamet var slegið í Indlandi í dag, 51 gráða. Vísir/Getty
Gríðarleg hitabylgja ríður nú yfir Indland og í dag mældist hitinn vera 51 gráða, mesti hiti frá því að mælingar hófust þar í landi.

Hitametið var slegið í borginni Phalodi í eyðimerkurríkinu Rajasthan í norðvestur hluta Indlands og sló það 60 ára gamalt hitamet landsins frá árinu 1956 þegar hitinn mældist 50.6 gráður. Vikum saman hefur hitinn mælst yfir 40 gráðum í Norður-Indlandi og hafa 12 manns látist vegna hitabylgjunnar.

Stutt er í að monsoon-rigningartímabilið hefjist á Indlandi en fyrirboði þess er gjarnan mikill hiti og sólskin þó óvenjulegt sé að hitinn nái yfir 50 gráður.

Íbúar í Phalodi segja að varla sé hægt að vera úti við í svo miklum hiti og í samtali við BBC greindi einn íbúi borgarinnar frá því að sími sinn hafi hætt að virka er hann hafi farið út og reynt að taka myndir.

Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaveðurfræðistofnunni er mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni 56.7 gráður. Sá hiti mældist í Bandaríkjunum árið 1911.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×