Erlent

Hundruð flóttabarna horfin

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Börn gæti látið sig hverfa  vegna þess að þeim hefur verið neitað um hæli eða vegna skuldar við aðila sem smygla flóttafólki.
Börn gæti látið sig hverfa vegna þess að þeim hefur verið neitað um hæli eða vegna skuldar við aðila sem smygla flóttafólki. Mynd/EPA
Rúmlega þrjú hundruð flóttabörn undir 18 ára aldri sem komið hafa fylgdarlaus til Svíþjóðar hafa horfið sporlaust það sem af er þessu ári. Sænska dagblaðið hefur það eftir lögreglunni að æ fleiri flóttabörn lendi í vændi.

Sænsk stjórnvöld segja erfitt að komast að því hvers vegna börnin kjósi að hverfa sporlaust. Það geti verið vegna þess að þeim hafi verið neitað um hæli eða vegna skuldar við aðila sem smygla flóttafólki. 

Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×