Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2016 19:35 Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Rætist áætlanir Vegagerðarinnar um endurbætur Vestfjarðavegar verður hann orðinn 60 kílómetrum styttri en Djúpvegur eftir átta ár. Vestfirðir verða í forgangi á næstu árum, samkvæmt samgönguáætlun, sem nú er í meðförum Alþingis, en Stöð 2 hefur í fréttaröð að undanförnu greint frá þeim vegarbótum sem þar eru áformaðar. Þar ber Dýrafjarðargöng hæst, sem fyrirhugað er að bjóða út í haust. Samhliða verður hafist handa við endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði. Þriðja stórverkefnið framundan er svo að leggja nýjan veg um Gufudalssveit en óvíst er hvort heimilt verður að fara um Teigsskóg. Það má í raun líta á þetta sem eitt heildstætt verkefni; að eyða fjórum verstu köflunum á Vestfjarðavegi. Þeir eru; Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og síðan Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Þessa hindranir valda því að Djúpvegur er núna aðalleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, 455 kílómetra löng, þótt vesturleiðin sé í dag orðin styttri, en hún er 448 kílómetra löng, eftir síðustu endurbætur í Kjálkafirði og Kerlingarfirði. En vesturleiðin á eftir að styttast verulega á næstu árum; með Dýrafjarðargöngum um 27 kílómetra, með endurbótum á Dynjandisheiði um 5 kílómetra og, ef leyfi fæst til að fara um Teigsskóg og Þorskafjörð, næst 22 kílómetra stytting. Samtals er verið að áforma 54 kílómetra styttingu á næstu átta árum. Það þýðir að vesturleiðin færi niður í 394 kílómetra og yrði þar með 61 kílómetra styttri en Djúpvegur.Frá Ísafirði. Leiðin til Reykjavíkur um Djúp er nú 455 km. Vesturleiðin fer niður í 394 km á næstu átta árum, ef áætlanir Vegagerðarinnar ná fram að ganga.Vísir/PjeturÞað er hins vegar óvíst hvort vesturleiðin verði greiðfærari en Djúpleiðin um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði, að því er fram kom í viðtali við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. Áfram verða erfiðir kaflar á Vestfjarðavegi, eins og Klettsháls, og óvíst er hvernig nýr vegur um Dynjandisheiði mun reynast. Markmið vegarbótanna er þó ekki síður það að koma á heilsárstengingu milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða og að opna nýjan hring fyrir ferðamenn. Í því felast kannski stærstu tækifæri Vestfirðinga, að þar opnist hringleið sem verður fær nánast allt árið. „Þetta verður glæsilegur hringur þegar þessu lýkur,“ segir vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Alþingi Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Rætist áætlanir Vegagerðarinnar um endurbætur Vestfjarðavegar verður hann orðinn 60 kílómetrum styttri en Djúpvegur eftir átta ár. Vestfirðir verða í forgangi á næstu árum, samkvæmt samgönguáætlun, sem nú er í meðförum Alþingis, en Stöð 2 hefur í fréttaröð að undanförnu greint frá þeim vegarbótum sem þar eru áformaðar. Þar ber Dýrafjarðargöng hæst, sem fyrirhugað er að bjóða út í haust. Samhliða verður hafist handa við endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði. Þriðja stórverkefnið framundan er svo að leggja nýjan veg um Gufudalssveit en óvíst er hvort heimilt verður að fara um Teigsskóg. Það má í raun líta á þetta sem eitt heildstætt verkefni; að eyða fjórum verstu köflunum á Vestfjarðavegi. Þeir eru; Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og síðan Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Þessa hindranir valda því að Djúpvegur er núna aðalleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, 455 kílómetra löng, þótt vesturleiðin sé í dag orðin styttri, en hún er 448 kílómetra löng, eftir síðustu endurbætur í Kjálkafirði og Kerlingarfirði. En vesturleiðin á eftir að styttast verulega á næstu árum; með Dýrafjarðargöngum um 27 kílómetra, með endurbótum á Dynjandisheiði um 5 kílómetra og, ef leyfi fæst til að fara um Teigsskóg og Þorskafjörð, næst 22 kílómetra stytting. Samtals er verið að áforma 54 kílómetra styttingu á næstu átta árum. Það þýðir að vesturleiðin færi niður í 394 kílómetra og yrði þar með 61 kílómetra styttri en Djúpvegur.Frá Ísafirði. Leiðin til Reykjavíkur um Djúp er nú 455 km. Vesturleiðin fer niður í 394 km á næstu átta árum, ef áætlanir Vegagerðarinnar ná fram að ganga.Vísir/PjeturÞað er hins vegar óvíst hvort vesturleiðin verði greiðfærari en Djúpleiðin um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði, að því er fram kom í viðtali við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. Áfram verða erfiðir kaflar á Vestfjarðavegi, eins og Klettsháls, og óvíst er hvernig nýr vegur um Dynjandisheiði mun reynast. Markmið vegarbótanna er þó ekki síður það að koma á heilsárstengingu milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða og að opna nýjan hring fyrir ferðamenn. Í því felast kannski stærstu tækifæri Vestfirðinga, að þar opnist hringleið sem verður fær nánast allt árið. „Þetta verður glæsilegur hringur þegar þessu lýkur,“ segir vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Alþingi Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00
Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45