Óskaði Bjarna til hamingju með ræðu sem beðið hafði verið eftir í fimmtán ár Erla Björg Gunnarsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 31. maí 2016 16:42 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Ernir „Það er alveg stórkostleg lífsreynsla að sitja hér í salnum og fylgjast með endurfæðingu hæstvirts fjármálaráðherra. Ég sá ekki betur en að háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni vöknaði um augu undir þessari ræðu enda hefði Indriði sjálfur getað samið hana, svo góð var hún,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður á Alþingi í dag eftir að Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum á Alþingi í dag.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirSagði Bjarni frumvarpið innihalda ýmsar breytingar á lögum til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Gert er ráð fyrir að sérstakur starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis geri frekari tillögur á breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Þingmenn annarra flokka komu í pontu á eftir fjármálaráðherra og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra. „En ég segi eins og aðrir: Þetta er stórkostlega fín ræða. Við erum búin að bíða í 15 ár eftir því að formaður Sjálfstæðisflokksins flytji slíka ræðu. Ég óska honum til hamingju með það. En það þurfti nánast byltingu til þess að hann gerði það,“ sagði Össur. Hann vísar til þess að CFC-reglurnar sem eiga að tryggja það að tekjur af reikningum landsmanna í aflandsríkjum skili sér sem skatttekjur hingað heim voru ekki settar fyrr en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók við árið 2009. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í mörg ár fyrir þann tíma hafði mikilvægi þess að setja skýrt regluverk í kringum reikninga á aflandseyjum verið ítrekað án þess að Alþingi tæki af skarið. „Við vitum það algjörlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti lagabreytingum af þessum toga, hefur verið sá flokkur sem alltaf hefur dregið lappirnar. Flokkurinn er að kaupa sér líf og þessari ríkisstjórn líf með þessari breytingu,“ sagði Össur á þingi í dag. Alþingi Tengdar fréttir Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49 Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Það er alveg stórkostleg lífsreynsla að sitja hér í salnum og fylgjast með endurfæðingu hæstvirts fjármálaráðherra. Ég sá ekki betur en að háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni vöknaði um augu undir þessari ræðu enda hefði Indriði sjálfur getað samið hana, svo góð var hún,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður á Alþingi í dag eftir að Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum á Alþingi í dag.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirSagði Bjarni frumvarpið innihalda ýmsar breytingar á lögum til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Gert er ráð fyrir að sérstakur starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis geri frekari tillögur á breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Þingmenn annarra flokka komu í pontu á eftir fjármálaráðherra og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra. „En ég segi eins og aðrir: Þetta er stórkostlega fín ræða. Við erum búin að bíða í 15 ár eftir því að formaður Sjálfstæðisflokksins flytji slíka ræðu. Ég óska honum til hamingju með það. En það þurfti nánast byltingu til þess að hann gerði það,“ sagði Össur. Hann vísar til þess að CFC-reglurnar sem eiga að tryggja það að tekjur af reikningum landsmanna í aflandsríkjum skili sér sem skatttekjur hingað heim voru ekki settar fyrr en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók við árið 2009. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í mörg ár fyrir þann tíma hafði mikilvægi þess að setja skýrt regluverk í kringum reikninga á aflandseyjum verið ítrekað án þess að Alþingi tæki af skarið. „Við vitum það algjörlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti lagabreytingum af þessum toga, hefur verið sá flokkur sem alltaf hefur dregið lappirnar. Flokkurinn er að kaupa sér líf og þessari ríkisstjórn líf með þessari breytingu,“ sagði Össur á þingi í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49 Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49
Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15