Lilja stefnir til Nígeríu ásamt viðskiptasendinefnd Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:19 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tekur innflutningstakmarkanir hjá Nígeríu alvarlega enda hafa takmarkanirnar áhrif hér á landi. Vísir/Stefán Reglur Seðlabanka Nígeríu sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins hafa haft áhrif á útflutning þurrkaðra sjávarafurða hér á landi. Utanríkisráðherra hyggst halda til Nígeríu síðar í sumar til þess að finna lausn á málinu. Innflutningstakmarkanirnar hafa haft áhrif á fiskvinnslufyrirtæki hér á landi. Allt að tuttugu íslensk fyrirtæki reiða sig á útflutning þurrkaðra sjávarafurða á Afríkumarkað. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær svaraði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fyrirspurn Valgerðar Gunnarsdóttur þingmanns um það hvort og þá hvenær íslensk sendinefnd færi utan í því skyni að reyna að hafa jákvæð áhrif á viðskipti milli landanna. „Þetta er í rauninni mjög alvarlegt mál vegna þess að undir liggja 450–500 störf. Yfir 20 fyrirtæki á Íslandi hafa þessa starfsemi með höndum. Þessi starfsemi skapar tekjur inn í þjóðarbúið upp á 15–20 milljarða. Þetta eru því mikilvæg fyrirtæki, bæði fyrir Íslendinga og eins fyrir Nígeríubúa vegna þess að þessar afurðir skila inn til þeirra gríðarlega verðmætum próteingjöfum í fæðu fyrir nígeríska þjóð,“ sagði Valgerður en hún er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Lilja sagði að um afar mikilvægt en á sama tíma erfitt mál væri að ræða. „Til að svara fyrstu spurningu hv. þingmanns er síðan í undirbúningi að utanríkisráðherra fari til Nígeríu með viðskiptasendinefnd til þess að ræða frekar þau vandamál sem uppi eru í viðskiptum landanna. Er stefnt að því að slík sendinefnd fari til Nígeríu síðar í sumar eða um leið og aðstæður leyfa. Fóru fulltrúar utanríkisráðuneytisins nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn,“ sagði Lilja á þingi í gær. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn. Auk þessa hefur verið ræddur sá möguleiki að koma á vöruskiptum milli Íslands og Nígeríu með sjávarafurðir og olíu. Óljóst er hins vegar hvort það reynist raunhæfur möguleiki enn sem komið er. Lilja lýsti jafnframt forsögu málsins á Alþingi. „Forsaga málsins er sú að um mitt ár 2015 setti Seðlabanki Nígeríu reglur sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins á ýmsum vörutegundum, meðal annars sjávarafurðum. Voru reglurnar settar í ljósi þess gífurlega samdráttar sem orðið hefur á í gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna lækkandi olíuverðs, en langstærstur hluti af útflutningsverðmætum Nígeríu kemur frá olíuviðskiptum.“ Alþingi Tengdar fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00 Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Reglur Seðlabanka Nígeríu sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins hafa haft áhrif á útflutning þurrkaðra sjávarafurða hér á landi. Utanríkisráðherra hyggst halda til Nígeríu síðar í sumar til þess að finna lausn á málinu. Innflutningstakmarkanirnar hafa haft áhrif á fiskvinnslufyrirtæki hér á landi. Allt að tuttugu íslensk fyrirtæki reiða sig á útflutning þurrkaðra sjávarafurða á Afríkumarkað. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær svaraði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fyrirspurn Valgerðar Gunnarsdóttur þingmanns um það hvort og þá hvenær íslensk sendinefnd færi utan í því skyni að reyna að hafa jákvæð áhrif á viðskipti milli landanna. „Þetta er í rauninni mjög alvarlegt mál vegna þess að undir liggja 450–500 störf. Yfir 20 fyrirtæki á Íslandi hafa þessa starfsemi með höndum. Þessi starfsemi skapar tekjur inn í þjóðarbúið upp á 15–20 milljarða. Þetta eru því mikilvæg fyrirtæki, bæði fyrir Íslendinga og eins fyrir Nígeríubúa vegna þess að þessar afurðir skila inn til þeirra gríðarlega verðmætum próteingjöfum í fæðu fyrir nígeríska þjóð,“ sagði Valgerður en hún er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Lilja sagði að um afar mikilvægt en á sama tíma erfitt mál væri að ræða. „Til að svara fyrstu spurningu hv. þingmanns er síðan í undirbúningi að utanríkisráðherra fari til Nígeríu með viðskiptasendinefnd til þess að ræða frekar þau vandamál sem uppi eru í viðskiptum landanna. Er stefnt að því að slík sendinefnd fari til Nígeríu síðar í sumar eða um leið og aðstæður leyfa. Fóru fulltrúar utanríkisráðuneytisins nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn,“ sagði Lilja á þingi í gær. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn. Auk þessa hefur verið ræddur sá möguleiki að koma á vöruskiptum milli Íslands og Nígeríu með sjávarafurðir og olíu. Óljóst er hins vegar hvort það reynist raunhæfur möguleiki enn sem komið er. Lilja lýsti jafnframt forsögu málsins á Alþingi. „Forsaga málsins er sú að um mitt ár 2015 setti Seðlabanki Nígeríu reglur sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins á ýmsum vörutegundum, meðal annars sjávarafurðum. Voru reglurnar settar í ljósi þess gífurlega samdráttar sem orðið hefur á í gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna lækkandi olíuverðs, en langstærstur hluti af útflutningsverðmætum Nígeríu kemur frá olíuviðskiptum.“
Alþingi Tengdar fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00 Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00
Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34