Lilja stefnir til Nígeríu ásamt viðskiptasendinefnd Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:19 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tekur innflutningstakmarkanir hjá Nígeríu alvarlega enda hafa takmarkanirnar áhrif hér á landi. Vísir/Stefán Reglur Seðlabanka Nígeríu sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins hafa haft áhrif á útflutning þurrkaðra sjávarafurða hér á landi. Utanríkisráðherra hyggst halda til Nígeríu síðar í sumar til þess að finna lausn á málinu. Innflutningstakmarkanirnar hafa haft áhrif á fiskvinnslufyrirtæki hér á landi. Allt að tuttugu íslensk fyrirtæki reiða sig á útflutning þurrkaðra sjávarafurða á Afríkumarkað. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær svaraði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fyrirspurn Valgerðar Gunnarsdóttur þingmanns um það hvort og þá hvenær íslensk sendinefnd færi utan í því skyni að reyna að hafa jákvæð áhrif á viðskipti milli landanna. „Þetta er í rauninni mjög alvarlegt mál vegna þess að undir liggja 450–500 störf. Yfir 20 fyrirtæki á Íslandi hafa þessa starfsemi með höndum. Þessi starfsemi skapar tekjur inn í þjóðarbúið upp á 15–20 milljarða. Þetta eru því mikilvæg fyrirtæki, bæði fyrir Íslendinga og eins fyrir Nígeríubúa vegna þess að þessar afurðir skila inn til þeirra gríðarlega verðmætum próteingjöfum í fæðu fyrir nígeríska þjóð,“ sagði Valgerður en hún er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Lilja sagði að um afar mikilvægt en á sama tíma erfitt mál væri að ræða. „Til að svara fyrstu spurningu hv. þingmanns er síðan í undirbúningi að utanríkisráðherra fari til Nígeríu með viðskiptasendinefnd til þess að ræða frekar þau vandamál sem uppi eru í viðskiptum landanna. Er stefnt að því að slík sendinefnd fari til Nígeríu síðar í sumar eða um leið og aðstæður leyfa. Fóru fulltrúar utanríkisráðuneytisins nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn,“ sagði Lilja á þingi í gær. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn. Auk þessa hefur verið ræddur sá möguleiki að koma á vöruskiptum milli Íslands og Nígeríu með sjávarafurðir og olíu. Óljóst er hins vegar hvort það reynist raunhæfur möguleiki enn sem komið er. Lilja lýsti jafnframt forsögu málsins á Alþingi. „Forsaga málsins er sú að um mitt ár 2015 setti Seðlabanki Nígeríu reglur sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins á ýmsum vörutegundum, meðal annars sjávarafurðum. Voru reglurnar settar í ljósi þess gífurlega samdráttar sem orðið hefur á í gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna lækkandi olíuverðs, en langstærstur hluti af útflutningsverðmætum Nígeríu kemur frá olíuviðskiptum.“ Alþingi Tengdar fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00 Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Reglur Seðlabanka Nígeríu sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins hafa haft áhrif á útflutning þurrkaðra sjávarafurða hér á landi. Utanríkisráðherra hyggst halda til Nígeríu síðar í sumar til þess að finna lausn á málinu. Innflutningstakmarkanirnar hafa haft áhrif á fiskvinnslufyrirtæki hér á landi. Allt að tuttugu íslensk fyrirtæki reiða sig á útflutning þurrkaðra sjávarafurða á Afríkumarkað. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær svaraði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fyrirspurn Valgerðar Gunnarsdóttur þingmanns um það hvort og þá hvenær íslensk sendinefnd færi utan í því skyni að reyna að hafa jákvæð áhrif á viðskipti milli landanna. „Þetta er í rauninni mjög alvarlegt mál vegna þess að undir liggja 450–500 störf. Yfir 20 fyrirtæki á Íslandi hafa þessa starfsemi með höndum. Þessi starfsemi skapar tekjur inn í þjóðarbúið upp á 15–20 milljarða. Þetta eru því mikilvæg fyrirtæki, bæði fyrir Íslendinga og eins fyrir Nígeríubúa vegna þess að þessar afurðir skila inn til þeirra gríðarlega verðmætum próteingjöfum í fæðu fyrir nígeríska þjóð,“ sagði Valgerður en hún er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Lilja sagði að um afar mikilvægt en á sama tíma erfitt mál væri að ræða. „Til að svara fyrstu spurningu hv. þingmanns er síðan í undirbúningi að utanríkisráðherra fari til Nígeríu með viðskiptasendinefnd til þess að ræða frekar þau vandamál sem uppi eru í viðskiptum landanna. Er stefnt að því að slík sendinefnd fari til Nígeríu síðar í sumar eða um leið og aðstæður leyfa. Fóru fulltrúar utanríkisráðuneytisins nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn,“ sagði Lilja á þingi í gær. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn. Auk þessa hefur verið ræddur sá möguleiki að koma á vöruskiptum milli Íslands og Nígeríu með sjávarafurðir og olíu. Óljóst er hins vegar hvort það reynist raunhæfur möguleiki enn sem komið er. Lilja lýsti jafnframt forsögu málsins á Alþingi. „Forsaga málsins er sú að um mitt ár 2015 setti Seðlabanki Nígeríu reglur sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins á ýmsum vörutegundum, meðal annars sjávarafurðum. Voru reglurnar settar í ljósi þess gífurlega samdráttar sem orðið hefur á í gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna lækkandi olíuverðs, en langstærstur hluti af útflutningsverðmætum Nígeríu kemur frá olíuviðskiptum.“
Alþingi Tengdar fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00 Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00
Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34