Lífið

Reiður John Oliver heimtar buxur úr brauði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Grínistinn John Oliver skilur ekki af hverju ekki er búið að framleiða brauðbuxur.
Grínistinn John Oliver skilur ekki af hverju ekki er búið að framleiða brauðbuxur. Skjáskot
Í sérstakri vefútgáfu af þætti sínum, Last Week Tonight, kynnti stjórnandi þáttarins, John Oliver, nýjan lið í þættinum sem nefnist „Af hverju er þetta ekki til?“

Oliver nefndi ýmislegt til sögunnar en þar ber helst að nefna buxur úr brauði. Já, brauðbuxur.

„Af hverju er ekki búið að finna upp brauðbuxur? Þá á ég við íþróttabuxur sem gerðar eru úr brauði,“ sagði Oliver.

„Í einu skiptin sem maður er í íþróttabuxum er maður að borða eitthvað sveitt, hnefafylli af hummus eða heilan disk af nachos. Ef maður er í brauðbuxum þarf maður engar áhyggjur að hafa ef maður sullar á sig. Maður brýtur bara hluta af buxunum og borðar!“

Athyglisverð hugmynd.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×