Þingveturinn „ömurlegur“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2016 20:33 Óttarr Proppé. Vísir/Stefán „Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Sagði hann það vera eina orðið yfir þennan þingvetur. Afhjúpanir úr Panama-skjölunum, viðtalið fræga við fyrrverandi forsætisráðherra, afsögn forsætisráðherra hafa haft djúpstæð áhrif, ekki bara á stjórnmálin heldur á Íslendinga alla. Hann sagði Panama-gögnin hafa leitt í ljós að á Íslandi eru tvær þjóðir, þeir sem búa við forréttindi, innmúruð völd, tækifæri umfram aðra og síðan eru það allir hinir. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Óttarr sagði lottóvinninga á borð við aukinn ferðamannastraum, makrílgegnd og lágt olíuverð hafa stuðlað að endurreisn efnahagslífsins. „Nýtum lærdóminn af panamaskjölunum til breytinga. Breytum kerfinu þar sem það er ekki að virka. Byggjum á því sem virkar og gerum það enn betra. Tímar meðvirkni og fortíðarþrár eru liðnir. Það er búið að gefa því séns. Það hefur ekki gengið upp.“ Hann sagði Bjarta framtíð hafa lagt áherslu á að ungt fólk hafi tækifæri til að mennta sig, geti eignast húsnæði og sjá fram á atvinnulíf sem er fjölbreytt, skapandi og hentar þeim. Hann sagði að okkur hafa fengið jörðina í arf frá forfeðrum okkar en vildi sjálfur meina að við séum ekki síðar með hana í láni frá komandi kynslóðum. Þetta eigi sannarlega við um náttúruna og samfélagið allt, efnahagslífið og mannlífið. „Réttlæti og gagnsæi er grunngildi sem skipta miklu máli fyrir samfélagið í dag. En þau eru algjör forsenda inn í framtíðina.“ „Við þurfum að hafa kjark til þess að viðurkenna vandann og hugrekki til þess að taka á honum. Við þurfum sýn um heiðarlegt og réttlátt samfélag þar sem kraftar allra nýtast og tækifærin bjóðast öllum en ekki bara sumum. Við þurfum að tryggja að arður af sameiginlegum auðlindum okkar nýtist öllu samfélaginu en ekki bara sumum. Við þurfum að þora að hugsa til framtíðarinnar en ekki bara sætta okkur við að lappa upp á það sem einu sinni gekk og vonast síðan til þess að það reddist. Samtal við þjóðina um þessa sýn og um grundvallargildi getur ekki beðið.“ Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Sagði hann það vera eina orðið yfir þennan þingvetur. Afhjúpanir úr Panama-skjölunum, viðtalið fræga við fyrrverandi forsætisráðherra, afsögn forsætisráðherra hafa haft djúpstæð áhrif, ekki bara á stjórnmálin heldur á Íslendinga alla. Hann sagði Panama-gögnin hafa leitt í ljós að á Íslandi eru tvær þjóðir, þeir sem búa við forréttindi, innmúruð völd, tækifæri umfram aðra og síðan eru það allir hinir. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Óttarr sagði lottóvinninga á borð við aukinn ferðamannastraum, makrílgegnd og lágt olíuverð hafa stuðlað að endurreisn efnahagslífsins. „Nýtum lærdóminn af panamaskjölunum til breytinga. Breytum kerfinu þar sem það er ekki að virka. Byggjum á því sem virkar og gerum það enn betra. Tímar meðvirkni og fortíðarþrár eru liðnir. Það er búið að gefa því séns. Það hefur ekki gengið upp.“ Hann sagði Bjarta framtíð hafa lagt áherslu á að ungt fólk hafi tækifæri til að mennta sig, geti eignast húsnæði og sjá fram á atvinnulíf sem er fjölbreytt, skapandi og hentar þeim. Hann sagði að okkur hafa fengið jörðina í arf frá forfeðrum okkar en vildi sjálfur meina að við séum ekki síðar með hana í láni frá komandi kynslóðum. Þetta eigi sannarlega við um náttúruna og samfélagið allt, efnahagslífið og mannlífið. „Réttlæti og gagnsæi er grunngildi sem skipta miklu máli fyrir samfélagið í dag. En þau eru algjör forsenda inn í framtíðina.“ „Við þurfum að hafa kjark til þess að viðurkenna vandann og hugrekki til þess að taka á honum. Við þurfum sýn um heiðarlegt og réttlátt samfélag þar sem kraftar allra nýtast og tækifærin bjóðast öllum en ekki bara sumum. Við þurfum að tryggja að arður af sameiginlegum auðlindum okkar nýtist öllu samfélaginu en ekki bara sumum. Við þurfum að þora að hugsa til framtíðarinnar en ekki bara sætta okkur við að lappa upp á það sem einu sinni gekk og vonast síðan til þess að það reddist. Samtal við þjóðina um þessa sýn og um grundvallargildi getur ekki beðið.“
Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira