Margrét Gauja í framboð til varaformanns Samfylkingarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. maí 2016 13:52 Margrét Gauja Magnúsdóttir. VÍSIR/HEIÐA Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar. Margrét Gauja var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013-2015. „Um helgina verður haldinn langþráður landsfundur þar sem við fáum tækifæri til að koma saman og ræða málin og af nógu er að taka. Við fáum einnig tækifæri til að velja fólk í stjórnir og embætti flokksins. Nú eru fjórir góðir frambjóðendur að bjóða sig fram til formanns og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns flokksins,“ skrifar Margrét Gauja á bloggsíðu sína. Hún hefur verið dugleg að blogga hjá Pressunni að undanförnu og lætur sig þar varða hin ýmsu málefni. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður flokksins, segir skilið við pólitíkina eftir næstu kosningar.VísirKatrín Júlíusdóttir gegnir stöðu varaformanns Samfylkingarinnar nú en hún tilkynnti í vetur að hún hyggðist kveðja pólitíkina. Nú þegar hefur Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, gefið kost á sér til embættis varaformanns. Margrét Gauja hefur verið í tveggja ára hléi frá sveitastjórnarmálum en sem fyrr segir var hún bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún segir að augu sín hafi opnast eftir að hafa búið þennan tíma á Höfn í Hornafirði fyrirr því hversu mikið erindi Samfylkingarfólk á við fólkið í landinu. „..og ég vil leggja mitt lóð á þær vogarskálar að Samfylkingin verði á ný leiðandi flokkur og jafnaðarstefnan fái verðskuldaðan framgang í stjórnmálum landsins.“Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar.Margrét Gauja var kennari í Garðaskóla um nokkurt skeið en hætti þar til þess að einbeita sér alfarið að pólitíkinni árið 2013. Á Höfn í Hornafirði sinnti hún störfum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. „Ég gef kost á minni reynslu, sem almennur félagsmaður, kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði síðustu 10 ár og sem varaþingmaður. Einnig hef ég fram að færa víðtæka menntun og reynslu af starfi með ungu fólki og sérþekkingu á valdeflingu og lýðræðismenntun. Reynslan af því að búa í litlu samfélagi úti á landi sem ber öll merki þess að vera að breytast úr frumframleiðslusamfélagi í ferðamannabæ með öllu sem því fylgir hefur kennt mér margt. Ég hef einnig ágæta reynslu af því að byggja upp félag eftir fylgistap, og það er ekki gert nema með auðmýkt, virðingu, húmor og gleði.Ég hlakka til að eyða með ykkur næstu helgi og að finna að hjartað er ennþá á réttum stað. Þá eru okkur allir vegir færir,“ skrifar Margrét. Tengdar fréttir Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Sjá meira
Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar. Margrét Gauja var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013-2015. „Um helgina verður haldinn langþráður landsfundur þar sem við fáum tækifæri til að koma saman og ræða málin og af nógu er að taka. Við fáum einnig tækifæri til að velja fólk í stjórnir og embætti flokksins. Nú eru fjórir góðir frambjóðendur að bjóða sig fram til formanns og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns flokksins,“ skrifar Margrét Gauja á bloggsíðu sína. Hún hefur verið dugleg að blogga hjá Pressunni að undanförnu og lætur sig þar varða hin ýmsu málefni. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður flokksins, segir skilið við pólitíkina eftir næstu kosningar.VísirKatrín Júlíusdóttir gegnir stöðu varaformanns Samfylkingarinnar nú en hún tilkynnti í vetur að hún hyggðist kveðja pólitíkina. Nú þegar hefur Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, gefið kost á sér til embættis varaformanns. Margrét Gauja hefur verið í tveggja ára hléi frá sveitastjórnarmálum en sem fyrr segir var hún bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún segir að augu sín hafi opnast eftir að hafa búið þennan tíma á Höfn í Hornafirði fyrirr því hversu mikið erindi Samfylkingarfólk á við fólkið í landinu. „..og ég vil leggja mitt lóð á þær vogarskálar að Samfylkingin verði á ný leiðandi flokkur og jafnaðarstefnan fái verðskuldaðan framgang í stjórnmálum landsins.“Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar.Margrét Gauja var kennari í Garðaskóla um nokkurt skeið en hætti þar til þess að einbeita sér alfarið að pólitíkinni árið 2013. Á Höfn í Hornafirði sinnti hún störfum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. „Ég gef kost á minni reynslu, sem almennur félagsmaður, kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði síðustu 10 ár og sem varaþingmaður. Einnig hef ég fram að færa víðtæka menntun og reynslu af starfi með ungu fólki og sérþekkingu á valdeflingu og lýðræðismenntun. Reynslan af því að búa í litlu samfélagi úti á landi sem ber öll merki þess að vera að breytast úr frumframleiðslusamfélagi í ferðamannabæ með öllu sem því fylgir hefur kennt mér margt. Ég hef einnig ágæta reynslu af því að byggja upp félag eftir fylgistap, og það er ekki gert nema með auðmýkt, virðingu, húmor og gleði.Ég hlakka til að eyða með ykkur næstu helgi og að finna að hjartað er ennþá á réttum stað. Þá eru okkur allir vegir færir,“ skrifar Margrét.
Tengdar fréttir Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Sjá meira
Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42
Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00