Margrét Gauja í framboð til varaformanns Samfylkingarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. maí 2016 13:52 Margrét Gauja Magnúsdóttir. VÍSIR/HEIÐA Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar. Margrét Gauja var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013-2015. „Um helgina verður haldinn langþráður landsfundur þar sem við fáum tækifæri til að koma saman og ræða málin og af nógu er að taka. Við fáum einnig tækifæri til að velja fólk í stjórnir og embætti flokksins. Nú eru fjórir góðir frambjóðendur að bjóða sig fram til formanns og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns flokksins,“ skrifar Margrét Gauja á bloggsíðu sína. Hún hefur verið dugleg að blogga hjá Pressunni að undanförnu og lætur sig þar varða hin ýmsu málefni. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður flokksins, segir skilið við pólitíkina eftir næstu kosningar.VísirKatrín Júlíusdóttir gegnir stöðu varaformanns Samfylkingarinnar nú en hún tilkynnti í vetur að hún hyggðist kveðja pólitíkina. Nú þegar hefur Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, gefið kost á sér til embættis varaformanns. Margrét Gauja hefur verið í tveggja ára hléi frá sveitastjórnarmálum en sem fyrr segir var hún bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún segir að augu sín hafi opnast eftir að hafa búið þennan tíma á Höfn í Hornafirði fyrirr því hversu mikið erindi Samfylkingarfólk á við fólkið í landinu. „..og ég vil leggja mitt lóð á þær vogarskálar að Samfylkingin verði á ný leiðandi flokkur og jafnaðarstefnan fái verðskuldaðan framgang í stjórnmálum landsins.“Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar.Margrét Gauja var kennari í Garðaskóla um nokkurt skeið en hætti þar til þess að einbeita sér alfarið að pólitíkinni árið 2013. Á Höfn í Hornafirði sinnti hún störfum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. „Ég gef kost á minni reynslu, sem almennur félagsmaður, kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði síðustu 10 ár og sem varaþingmaður. Einnig hef ég fram að færa víðtæka menntun og reynslu af starfi með ungu fólki og sérþekkingu á valdeflingu og lýðræðismenntun. Reynslan af því að búa í litlu samfélagi úti á landi sem ber öll merki þess að vera að breytast úr frumframleiðslusamfélagi í ferðamannabæ með öllu sem því fylgir hefur kennt mér margt. Ég hef einnig ágæta reynslu af því að byggja upp félag eftir fylgistap, og það er ekki gert nema með auðmýkt, virðingu, húmor og gleði.Ég hlakka til að eyða með ykkur næstu helgi og að finna að hjartað er ennþá á réttum stað. Þá eru okkur allir vegir færir,“ skrifar Margrét. Tengdar fréttir Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar. Margrét Gauja var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013-2015. „Um helgina verður haldinn langþráður landsfundur þar sem við fáum tækifæri til að koma saman og ræða málin og af nógu er að taka. Við fáum einnig tækifæri til að velja fólk í stjórnir og embætti flokksins. Nú eru fjórir góðir frambjóðendur að bjóða sig fram til formanns og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns flokksins,“ skrifar Margrét Gauja á bloggsíðu sína. Hún hefur verið dugleg að blogga hjá Pressunni að undanförnu og lætur sig þar varða hin ýmsu málefni. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður flokksins, segir skilið við pólitíkina eftir næstu kosningar.VísirKatrín Júlíusdóttir gegnir stöðu varaformanns Samfylkingarinnar nú en hún tilkynnti í vetur að hún hyggðist kveðja pólitíkina. Nú þegar hefur Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, gefið kost á sér til embættis varaformanns. Margrét Gauja hefur verið í tveggja ára hléi frá sveitastjórnarmálum en sem fyrr segir var hún bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún segir að augu sín hafi opnast eftir að hafa búið þennan tíma á Höfn í Hornafirði fyrirr því hversu mikið erindi Samfylkingarfólk á við fólkið í landinu. „..og ég vil leggja mitt lóð á þær vogarskálar að Samfylkingin verði á ný leiðandi flokkur og jafnaðarstefnan fái verðskuldaðan framgang í stjórnmálum landsins.“Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar.Margrét Gauja var kennari í Garðaskóla um nokkurt skeið en hætti þar til þess að einbeita sér alfarið að pólitíkinni árið 2013. Á Höfn í Hornafirði sinnti hún störfum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. „Ég gef kost á minni reynslu, sem almennur félagsmaður, kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði síðustu 10 ár og sem varaþingmaður. Einnig hef ég fram að færa víðtæka menntun og reynslu af starfi með ungu fólki og sérþekkingu á valdeflingu og lýðræðismenntun. Reynslan af því að búa í litlu samfélagi úti á landi sem ber öll merki þess að vera að breytast úr frumframleiðslusamfélagi í ferðamannabæ með öllu sem því fylgir hefur kennt mér margt. Ég hef einnig ágæta reynslu af því að byggja upp félag eftir fylgistap, og það er ekki gert nema með auðmýkt, virðingu, húmor og gleði.Ég hlakka til að eyða með ykkur næstu helgi og að finna að hjartað er ennþá á réttum stað. Þá eru okkur allir vegir færir,“ skrifar Margrét.
Tengdar fréttir Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42
Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00