Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2016 11:04 Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóla. Hann nauðgaði meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð háskólans. vísir Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt ef marka má yfirlýsingu hans sem hann sendi til dómarans í málinu og Guardian birtir hluta úr á vefsíðu sinni. Dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð enda þykir mörgum hann ekki í samræmi við alvarleika glæpsins. Í bréfi sem konan sem Turner nauðgaði las upp fyrir hann þegar dómur var kveðinn upp lýsir hún meðal annars angistinni sem hún hefur upplifað yfir því að Turner hafi ekki sýnt neina iðrun vegna glæpsins sem hann framdi: að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám um miðja nótt.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“Óskar þess að hann hefði aldrei smakkað dropa af áfengi þetta kvöld Turner var nemandi í Stanford-háskóla þegar hann nauðgaði konunni og ein af stjörnum sundliðs skólans en þegar málið kom upp var honum vikið úr skólanum. Í yfirlýsingu sinni segist Turner óska þess að hann hefði aldrei smakkað dropa af áfengið kvöldið sem hann nauðgaði konunni. Þá vill hann opna augu almennings fyrir því að líf fólks geti eyðilagst vegna drykkju og slæmra ákvarðana sem maður tekur þegar maður er fullur: „Ein ákvörðun sem getur mögulega eyðilagt líf þitt. Ég veit að ég get haft áhrif á viðhorf fólks til háskólamenningarinnar sem mörgum finnst að eigi að einkennast af ofdrykkju og lauslæti. Mig langar að útmá þá hugmynd að drykkja og djamm séu það sem einkenni lífstíl þinn þegar þú ert í háskóla. Ég gerði mistök, ég drakk of mikið og ákvarðanir mínir særðu einhvern. En ég ætlaði aldrei að særa hana. Slæm ákvarðanataka mín og of mikil drykkju særðu einhvern þessa nótt og ég vildi að ég gæti tekið það allt til baka,“ sagði Turner í yfirlýsingu sinni.Sjá einnig: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámanaSýni engan vilja til þess að viðurkenna brot sitt Bæði konan og saksóknari í málinu lýstu því yfir við réttarhöldin að yfirlýsing Turner væri hjómið eitt og sýndi engan vilja af hans hálfu til þess að viðurkenna brot sitt þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir þess efnis að konan hafi verið meðvitundarlaus og þá staðreynd að kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur. Að mati dómarans skipti þessi sýn Turner hins vegar ekki máli. „Ég tek orð hans fyrir því að yfirlýsing hans endurspegli upplifun hans á því sem gerðist þetta kvöld,“ sagði dómarinn. Að mati margra endurspeglar yfirlýsing Turner það sem aktívistar hafa kallað nauðgunarmenningu, það er umhverfi þar sem kynferðisofbeldi er normalíserað og fórnarlömbunum kennt um glæpinn.Hættulegt og ógnandi viðhorf „Fólk þarf að vita að svona viðhorf er hættulegt,“ segir konan, sem enn hefur ekki komið fram undir nafni í fjölmiðlum, í viðtali við Guardian. Hún segir það jafnframt ógnandi og að málið snúist ekki bara um hana. „Þetta snýst um meira en mínar tilfinningar og öryggi mitt. Þetta snýst um öryggi allra. Það er ekki bara mér sem líður illa. Þetta er hreinn ótti og reiðin sem blossað hefur upp er vegna þess að fólk er óttaslegið og því líður illa.“Hér má sjá umfjöllun Guardian um málið og lesa hluta af yfirlýsingu Turner. Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt ef marka má yfirlýsingu hans sem hann sendi til dómarans í málinu og Guardian birtir hluta úr á vefsíðu sinni. Dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð enda þykir mörgum hann ekki í samræmi við alvarleika glæpsins. Í bréfi sem konan sem Turner nauðgaði las upp fyrir hann þegar dómur var kveðinn upp lýsir hún meðal annars angistinni sem hún hefur upplifað yfir því að Turner hafi ekki sýnt neina iðrun vegna glæpsins sem hann framdi: að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám um miðja nótt.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“Óskar þess að hann hefði aldrei smakkað dropa af áfengi þetta kvöld Turner var nemandi í Stanford-háskóla þegar hann nauðgaði konunni og ein af stjörnum sundliðs skólans en þegar málið kom upp var honum vikið úr skólanum. Í yfirlýsingu sinni segist Turner óska þess að hann hefði aldrei smakkað dropa af áfengið kvöldið sem hann nauðgaði konunni. Þá vill hann opna augu almennings fyrir því að líf fólks geti eyðilagst vegna drykkju og slæmra ákvarðana sem maður tekur þegar maður er fullur: „Ein ákvörðun sem getur mögulega eyðilagt líf þitt. Ég veit að ég get haft áhrif á viðhorf fólks til háskólamenningarinnar sem mörgum finnst að eigi að einkennast af ofdrykkju og lauslæti. Mig langar að útmá þá hugmynd að drykkja og djamm séu það sem einkenni lífstíl þinn þegar þú ert í háskóla. Ég gerði mistök, ég drakk of mikið og ákvarðanir mínir særðu einhvern. En ég ætlaði aldrei að særa hana. Slæm ákvarðanataka mín og of mikil drykkju særðu einhvern þessa nótt og ég vildi að ég gæti tekið það allt til baka,“ sagði Turner í yfirlýsingu sinni.Sjá einnig: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámanaSýni engan vilja til þess að viðurkenna brot sitt Bæði konan og saksóknari í málinu lýstu því yfir við réttarhöldin að yfirlýsing Turner væri hjómið eitt og sýndi engan vilja af hans hálfu til þess að viðurkenna brot sitt þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir þess efnis að konan hafi verið meðvitundarlaus og þá staðreynd að kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur. Að mati dómarans skipti þessi sýn Turner hins vegar ekki máli. „Ég tek orð hans fyrir því að yfirlýsing hans endurspegli upplifun hans á því sem gerðist þetta kvöld,“ sagði dómarinn. Að mati margra endurspeglar yfirlýsing Turner það sem aktívistar hafa kallað nauðgunarmenningu, það er umhverfi þar sem kynferðisofbeldi er normalíserað og fórnarlömbunum kennt um glæpinn.Hættulegt og ógnandi viðhorf „Fólk þarf að vita að svona viðhorf er hættulegt,“ segir konan, sem enn hefur ekki komið fram undir nafni í fjölmiðlum, í viðtali við Guardian. Hún segir það jafnframt ógnandi og að málið snúist ekki bara um hana. „Þetta snýst um meira en mínar tilfinningar og öryggi mitt. Þetta snýst um öryggi allra. Það er ekki bara mér sem líður illa. Þetta er hreinn ótti og reiðin sem blossað hefur upp er vegna þess að fólk er óttaslegið og því líður illa.“Hér má sjá umfjöllun Guardian um málið og lesa hluta af yfirlýsingu Turner.
Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42